Thursday, September 30, 2010
Einstaklingsæfingar næstu fimmtudaga
30.9 Magni og Anton (Anton missti af æfingunni fyrir misskilning)
7.10 Anton og Siggi
14.10 Engin æfing, Ívar erlendis
21.10 Bjarki og Brynjar
28.10 Yngvi og Gulli
4.11 Jökull og Logi
11.11 Pétur og Fannar
18.11 Daði og Eiður
25.11 Jason og Henning
Ef einhver kemst ekki á ofangreindum tíma þá þarf að láta mig vita, svo við getum nýtt tímann fyrir aðra.
Breyting á æfingatíma sunnudaginn 3. október
Wednesday, September 29, 2010
Íbúagáttin - opin 1.-15. okt.
Minni á að þann 1. október opnar á ný fyrir umsóknir um íþrótta- og tómstundastyrki.
Frestur til að staðfesta þátttöku vegna haustannar 2010 (sept. – des.) er til og með 15. október. Gáttin er aðeins opin einu sinni á þessu tímabili.
Með staðfestingu í gegnum Íbúagáttina samþykkir forráðamaður barns að Hafnarfjarðarbær greiði viðkomandi félagi niðurgreiðsluna vegna þátttöku barnsins í námskeiði á vegum félagsins.
Nánari upplýsingar um íþrótta- og tómstundastyrkina eru í Íbúagáttinni, www.hafnarfjordur.is , en einnig hjá Þjónustuveri Hafnarfjarðarbæjar í síma 585-5500 og hjá Íþróttabandalagi Hafnarfjarðar í síma 555-2300.
Einnig er hægt að hringja í íþróttastjóra félagsins og fá nánari upplýsingar s: 525-8702. Minni á að ef viðkomandi staðfestir ekki á tímabilinu 1.-15. október þá kemur greiðsluseðill fyrir upphæðinni á viðkomandi fjölskyldu.
Friday, September 24, 2010
Foreldrafundurinn 22. september
Helstu áherslur eru:
- Efla þjálfun
- Stuðla að virku foreldrastarfi
- Hlúa að afreksfólki
- Auka upplýsingaflæði til foreldra
Ívar Ásgrímsson yfirþjálfari yngri flokkanna fór yfir sitt hlutverk og hvernig aðkoma hans að öðrum flokkum er. M.a.:
- Fyrirkomulag styrktarþjálfunar
- Einstaklingsæfingar sem verða 1x í viku, einkaþjálfun í körfubolta
Ég fór síðan yfir markmið og áherslur er lúta ð 7. flokki drengja, m.a.
- Að vera meðal fjögurra bestu á liða landsins í þessum flokki
- Að allir verði með góðan alhliða grunn í körfubolta
- Að hafa félagslega skemmtun nokkrum sinnum yfir veturinn
- Að æfingar verði skemmtilegar með áherslu á læra grunnatriði körfuboltans
Monday, September 20, 2010
Æfingaleikurinn við Stjörnuna í gær
Friday, September 17, 2010
Foreldrafundur miðvikudaginn 22. september kl. 20:30
Tuesday, September 14, 2010
Æfingaleikur 19. september
Sunday, September 5, 2010
Fyrsta vikan liðin
Áherslan fyrstu vikuna hefur verið lögð á knattrak og má merkja strax framfarir í þeim æfingum sem lagðar hafa verið fyrir. Strákarnir hafa verið duglegir og lagt sig fram við æfingarnar.
Í næstu viku verða fáir á æfingunum, þar sem Hvaleyrarskóli er að fara í bekkjarferð, en helmingur þeirra drengja sem eru í 7. flokki fara í þessa ferð, alls 6 strákar.
Næstu 2 vikurnar verður lögð áhersla á skottækni og sóknarleik, ásamt því að stillt verður upp ýmsum leikjum er lúta að þessum atriðum.
Minni á blöðin sem dreift var á fyrstu æfingunum, ég á eftir að fá mörg þeirra til baka.