Friday, May 25, 2012

Sumaræfingar


Í sumar verða æfingar með svipuðu sniði og var gert í fyrrasumar og gekk það mjög vel. Þetta verða tvær 120 mín. æfingar (báðir salir á Ásvöllum) í viku, í 10 vikur.  Inniæfingarnar verða frá kl. 16.00 – 18.00, þriðjudaga og fimmtudag. Á miðvikudögum verður svo styrktaræfing undir handleiðslu Kristjáns Ómars, samtals þrjár æfingar í viku í 10 vikur. Fyrir þessar 10 vikur (30 æfingar samtals) þá þarf að greiða 15.000 kr. + skráning í íbúagáttina. Þetta er 500 kr. fyrir hverja æfingu ef alltaf er mætt.  Ekki er hægt að greiða minna en þetta, þó svo að krakkar geti ekki mætt allan tímann – einungis eitt gjald.

Þessar sumaræfingar eru fyrir krakka sem eru að byrja í 7 bekk á næsta ári (fædd árið 2000) og til unglinga fædda árið 1995. Ljóst er að margir iðkendur sem fæddir eru 1995 og 1996 verða að vinna á þessum tíma og komast ekki á þessar æfingar en þeir eru flestir að æfa með mfl. félagsins í sumar.

Byrjað verður þriðjudaginn 5. júní og verða æfingar allar vikur fram að verslunarmannahelgi en það verður frí vika eftir hana, þ.e. frí fyrstu vikuna í ágúst.  Þetta eru 12 æfingar í júní, 13 æfingar í júlí og 6 æfingar í ágúst (sú fyrsta 7. ágúst).

Ívar Ásgrímsson verður yfirþjálfari og auk þess verða 2-3 aðstoðarþjálfarar á öllum æfingum. Krökkunum verður skipt niður eftir aldri og verður reynt að hafa þjálfunina eins einstaklingsmiðaða og hægt er. Lagt er áherslu á bolta- og skotaæfingar og verða allar æfingar gerðar með það í huga að krakkarnir séu alltaf með bolta í höndunum.

Einnig vil ég benda ykkur þjálfurum á það að æfingar fyrir krakka sem fædd eru árið 2000 og fyrr (12 ára og yngri á árinu) eru með æfingar í gegnum íþróttaskóla Hauka. Við erum með körfuboltaæfingar fyrir þessa krakka alla morgna frá kl. 9.00 – 12.00. Þetta verða boltaæfingar og spil og legg ég mikla áherslu á að þau mæti á þessar æfingar. Hægt að sjá nánar á heimasíðu Hauka í næstu viku.

Síðasta æfing vetrarins í dag

Í dag er síðasta æfing vetrarins, sumaræfingar hefjast svo eftir rúma viku.  Frétt um þær koma hér inn fljótlega.

Afreksskóli Hauka


Hauka bjóða upp á metnaðarfullt afreksstarf sem samanstendur af Afreksskóla Hauka, fyrir 9. og 10. bekkinga, og svo Afrekssviði Hauka fyrir framhaldsskólanema úr Flensborg. Skólaveturinn 2012-13 ætlum við að hafa þann háttinn á að opna fyrir umsóknir þannig að allir geta sótt um að fá að taka þátt í þessu afreksstarfi. Fyrri umsóknarfrestur rennur út 1. júní en ef ástæða þykir til þá verður opnað aftur fyrir umsóknir 1.-10. ágúst.

Kynnið ykkur vel allar upplýsingar sem eru að finna á skráningarsíðunni:

Friday, May 11, 2012

Tilkynning frá íþróttastjóra


Uppskeruhátíð yngri flokka körfuknattleiksdeildar verður haldið mánudaginn 14.maí hér í salnum á Ásvöllum.
Hátíðin hefst stundvíslega kl. 18:00 með hinum árlega BOLLAMEISTARA.
Þá verða afhent verðlaun fyrir uppskeru vetrarins og að lokum fá allir grillaðar pylsur og svala.

Allir velkomnir, iðkendur, foreldrar, ömmur, afar og allir hinir.

Fjölmennum (-:.

Monday, May 7, 2012

Uppskeruhátíð

Uppskeruhátiðin fer fram mánudaginn 14. maí á Ásvöllum kl. 18.  Minni jafnframt á að það verða áfram æfingar út maí.