Æfingar í sumar fyrir yngri flokka körfuknattleiksdeildar
Krakkar fæddir 2001 og yngri – Alla virka morgna frá kl.
9-12 á Ásvöllum. Þessar æfingar eru tengdar íþróttaskóla Hauka í sumar. Þeir
sem skrá sig í körfubolta verða einungis á körfuboltaæfingum og farið verður
yfir grunnatriði í körfubolta. Boltaæfingar, skotæfingar og spilæfingar frá kl.
9.00 – 10.15 og síðan spil frá kl. 10.45 – 11.50. Muna að koma með nesti með
sér á þessar æfingar. Yfirþjálfari verður Ívar Ásgrímsson. Skráningar eru
hafnar.
Krakkar fæddir 2000 – 1996 – Mánudaga, þriðjudaga og
fimmtudaga frá kl. 16.00 – 18.00 á Ásvöllum. Þessar æfingar verða með
hefðbundnu sniði eins og verið hefur síðustu tvö sumur. Æfingar byrja
fimmtudaginn 13. Júní og þá verður líka skráning. Verð verður auglýst nánar
síðar. Yfirþjálfari verður Ívar Ásgrímsson.
Kveðja,
Ívar Ásgrímsson
No comments:
Post a Comment