Thursday, August 22, 2013

Æfingar veturinn 2013-2014

Æfingar veturinn 2013-2014 fyrir 10.-11. flokk karla

Mánud. 20:00-21:00 styrktaræfing - Ásvellir
Þriðjud. 18:30-20:00 Bjarkarhús
Miðvikud. 19:00-20:30 Bjarkarhús
Fimmtud. 19:00-20:00 styrktaræfing - Ásvellir
Fimmtud. 20:00-21.00 Ásvellir
Laugard. 14:00-15:00 Ásvellir
Sunnud. 13:00-14:30 Ásvellir

Þjálfari verður Pétur Ingvarsson, peturi@hotmail.com

Monday, June 3, 2013

Sumaræfingar

Æfingar í sumar fyrir yngri flokka körfuknattleiksdeildar

Krakkar fæddir 2001 og yngri – Alla virka morgna frá kl. 9-12 á Ásvöllum. Þessar æfingar eru tengdar íþróttaskóla Hauka í sumar. Þeir sem skrá sig í körfubolta verða einungis á körfuboltaæfingum og farið verður yfir grunnatriði í körfubolta. Boltaæfingar, skotæfingar og spilæfingar frá kl. 9.00 – 10.15 og síðan spil frá kl. 10.45 – 11.50. Muna að koma með nesti með sér á þessar æfingar. Yfirþjálfari verður Ívar Ásgrímsson. Skráningar eru hafnar.

Krakkar fæddir 2000 – 1996 – Mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 16.00 – 18.00 á Ásvöllum. Þessar æfingar verða með hefðbundnu sniði eins og verið hefur síðustu tvö sumur. Æfingar byrja fimmtudaginn 13. Júní og þá verður líka skráning. Verð verður auglýst nánar síðar. Yfirþjálfari verður Ívar Ásgrímsson.

Kveðja,

Ívar Ásgrímsson

Monday, May 13, 2013

Uppskeruhátiðin er á fimmtudaginn


Sælir foreldrar

Uppskeruhátíð körfuknattleiksdeildar fyrir veturinn 2012-2013 verður
fimmtudaginn 16.maí kl. 18:00 hér á Ásvöllum.
Hátíðin verður með hefðbundnu sniði en það sem verður boðið upp á er:

-          Viðurkenningar 

-          Bollakeppni

o   Skipt niður í þrjá aldurshópa

o   Vegleg verðlaun

-   Troðslur og boltafimi frá meistaraflokki karla

-   Pylsur og með því fyrir alla


Við hvetjum alla til að mæta og taka þátt – gaman væri að sem flestir kæmu
merktir Haukum (-:.

Foreldrar, ömmur og afar eru sérstaklega velkomin. 

 
Með körfuboltakveðju, barna- og unglingaráð körfuknattleiksdeildar.

Monday, April 29, 2013

Æfingar í maí

Æfingatafla fyrir 9. flokk og 10. flokk í maí verður á nýjum tímum, við munum aðallega spila en einnig verða eitthvað af tækni- og skotæfingum í boði.

Æfingarnar x5 eru allar á Ásvöllum;
15.30-16.30 mánudaga
21.00-22.00 þriðjudaga
19.30-20.30 miðvikudaga
20.30-21.30 föstudaga
13.00-14.00 sunnudaga

Lyftingar eru x2 í lyftingasalnum á Ásvöllum;
20.00-21.00 þriðjudaga
19.15-20.15 föstudaga

Allir duglegir að mæta.


Wednesday, April 10, 2013

Fjölliðamótið um helgina - byrjar á föstudeginum

Nú er loksins komin niðurröðun á fjölliðamótið. Mótið verður haldið í Smáranum, en KRingar gáfu þetta frá sér vegna anna í þeirra íþróttahúsi. Leikirnir verða spilaðir á föstudegi og laugardegi.



Við eigum fyrsta leik á föstudeginum kl. 16.00 á móti Breiðablik. Þetta er gríðarlega mikilvægur leikur og sigur í honum ætti að gefa okkur góða möguleika á því að komast í úrslitin.
Mæting er kl. 15.00 í Smárann á föstudeginum og kl. 12.15 á laugardeginum.

kveðja,
Ívar