Minni á síðustu æfingarnar, þ.e. á sunnudaginn kl. 17 á Ásvöllum og þriðjudaginn kl. 17 í Hraunvallaskóla.
Thursday, May 26, 2011
Æfingaleikur við Stjörnuna
Við spiluðum "óvænt" æfingaleik við Stjörnuna í kvöld. Forsaga málsins er sú að ég bauð þeim í heimsókn, með því að senda tölvupóst á þjálfarann í síðustu viku. Ég fékk ekkert svar um að þeir myndu mæta, þannig að ég var búinn að afskrifa æfingaleik. En síðan birtust Stjörnumenn óvænt á æfinguna í kvöld. Við spiluðum hörkuleik á móti Stjörnustráknum og spilum vel fyrri hálfleikinn, leiddum með nokkrum stigum. En í síðari hálfleik náði Stjarnan góðum kafla og við misstum trúna á að við ættum möguleika og tapið var óþarflega stórt, eða rúm 20 stig.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment