Nú er lokið fjórðu og síðustu helginni í Íslandsmótinu. Alls spiluðu drengirnir fjóra leiki sem voru eftirfarandi:
Haukar - Fjölnir 45-35: Okkur gekk erfiðlega að finna leiðina að körfu Fjölnis til að byrja með, en vörnin var nokkuð góð. Kári opnaði setti svo fyrstu körfuna okkar, svona í tilefni 13 ára afmælisins síns, en þetta eru fyrstu stig Kára á íslandsmótinu. Fjölnir leiddi með 10 stiga mun í hálfleik eða 8-18. Í seinni hálfleiknum gekk sóknarleikurinn aðeins betur og náðum við að minnka munin í 18-22. Í þeirri stöðu hrökk þeirra besti maður í gang og setti niður þrjár 3ja stiga körfur og jók muninn í 11 stig, 20-31, sá munur hélst síðan út leikinn. Stigaskor drengjanna var eftirfarandi: Anton 10, Daði 7, Yngvi (Óskars) 6, Siggi 4, Bjarki 2, Gunnar 2, Logi 2 og Kári 2. Vítanýting liðsins var 40% eða 4/10.
Haukar - KRb: 32-34: Eins og í fyrsta leiknum þá var sóknarleikurinn ekki að ganga vel. Strákarnir voru þó duglegir og sóttu mörg sóknarfráköst, en skotin voru ekki að detta niður, staðan í hálfleik 14-16. Í seinni hálfleik vorum við ávallt skrefinu á eftir og vantaði herslumuninn til að geta jafnað og komist yfir í lok leiksins. Stigaskor drengjanna var eftirfarandi: Anton 15, Daði 7, Siggi 4, Bjarki 2, Jökull 2 og Logi 2. Vítanýting liðsins var ekki nema 26% eða 6/23, og má segja þar hafi farið dýrmæt stig sem að hefðu getað fært okkur sigur í þessum leik.
Haukar - Breiðablik 45-25: Leikurinn var jafnari en lokatölur gefa til kynna. Í hálfleik munaði 7 stigum, en fyrri hálfleikur endaði 15-22. Við hófum seinni hálfleikinn vel og minnkuðum muninn í 3 stig 19-22. En þá skildu leiðir, Breiðablik skorar næstu 8 stigin og breyta stöðunni í 19-30. Sá munur hélst síðan, þangað til leikurinn endar á því að Blikar skora síðustu 11 stig leiksins. Stigaskor drengjanna var eftirfarandi: Logi 8, Siggi 7, Daði 3, Anton 3, Yngvi (Óskars) 2 og Gulli 2. Vítanýting liðsins var 50% eða 6/12.
Haukar - Reykdælir 47-34: Í þessum leik tókum við frumkvæðið strax frá fyrstu mínútu og létum forystuna aldrei af hendi allan leikinn. Staðan í hálfleik var 20-13 og munurinn síðan smá jókst allt til loka leiksins. Stigaskor drengjanna var eftirfarandi: Anton 11, Yngvi (Óskars) 10, Logi 9, Siggi 6, Magni 4, Daði 2 og Gulli 1. Vítanýting liðsins var 57% eða 4/7.
Heildarstigaskor og vítanýting helgarinnar var eftirfarandi:
Anton 39 stig, 30% vítanýting, 6/20
Logi 21 stig, 0% vítanýting, 0/2
Siggi 21 stig, 30% vítanýting 3/10
Daði 19 stig, 83% vítanýting 10/12
Yngvi (Óskars) 18 stig, 0% vítanýting 0/2
Bjarki 8 stig, 0 % vítanýting 0/4
Magni 4 stig, ekkert víti
Gulli 3 stig, 50% vítanýting 1/2
Kári 2 stig, ekkert víti
Jökull 2 stig, ekkert víti
Gunnar 2 stig, ekkert víti.
Þó svo að Íslandsmótinu sé nú lokið, þá eru mikilvægar vikur framundan hjá strákunum. Nú er tími til að æfa vel þau atriði sem við erum veikastir fyrir í hver og einn. Þannig að þegar það kemur að næsta tímabili, þá verðum við ennþá sterkari. Það verða skipulagðar æfingar til um miðjan maí mánuð. Nú munu strákarnir einnig skipta um bolta, en á næsta tímabili spila þeir með stærri bolta og þann bolta ætlum við að byrja nota núna á æfingunum sem eru framundan.
Monday, March 28, 2011
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment