Í kvöld spiluðum við okkar annan leik. Mótherjinn að þessu sinni var Sandvika frá Noregi. Í norska liðinu var einn hávaxinn leikmaður og að þeirri stærð sem við erum ekki vanir að mæta, en hann er skráður 2,01 m. Norska liðið er þó töluvert lakara heldur en sænska liðið Uppsala sem við mættum í morgun. Leikurinn var nokkuð jafn til að byrja með en norsku strákarnir þó ávallt skrefi á undan. Okkar strákar voru ekki að sýna sinn besta leik framan af og munurinn jókst í rúm 10 stig áður en fyrri hálfleikurinn kláraðist. Ekki hjálpaði það heldur til að Siggi sneri sig á ökkla og lék ekki meira með (hann getur þó stigið í fótinn og verður vonandi leikfær á morgun). Seinni hálfleikurinn var með sama sniði, munurinn jókst smám saman og var kominn í 17 stig í byrjun fjórða leikhluta. Þá loksins hrukku okkar menn í gang og sýndu frábæran leik. Minnkuðu muninn jafnt og þétt, þegar 12 sekúndur voru eftir var munurinn kominn í 2 stig. Við brutum á þeim til að stoppa tímann og freista að þeir geiguðu á vítalínunni. Norska liðið setti fyrra skotið ofaní og juku muninn í 3 stig og geiguðu svo á því seinna. Við brunuðum fram en náðum ekki nógu góðu þriggja stiga skoti til að jafna leikinn.
Jákvæða úr þessum leik var þó sá karakter sem býr í strákunum að koma til baka eftir að hafa lent langt undir, við gáfumst ekki upp. Á morgun verða 2 leikir, sá fyrri kl. 10:40 á móti Sisu (dönum) sem eru með gott lið, mun betra en það norska. En ef við spilum á morgun eins og við enduðum á móti norska liðinu, þá eigum við möguleika á að ná hagstæðum úrslitum. Seinni leikur morgundagsins verður kl. 19 (eða kl. 20 á íslenskum tíma).
Eftir leikinn í kvöld þegar við mættum í mat, þá var búið að loka mötuneytinu. Það var smá misskilningur með opnunartímann. Þannig að í staðinn fyrir að fá matinn þar, var farið á Mcdonalds og féll það mjög vel í strákana. Held að þeir séu staðráðnir í að sýna í fyrramálið að þessi undirbúningur henti vel fyrir næsta leik.
Friday, March 29, 2013
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
Þeir geta þetta strákarnir þegar þeir detta í gang!
ReplyDeleteHeld að leikurinn sé á okkar tíma kl. 18 þar sem þið eruð klt á undan okkur.
Gangi ykkur vel á morgun strákar!
Mbk,
Guðrún Helga