Saturday, March 30, 2013

Dagur 3

Drengirnir voru vaktir rétt fyrir kl. 8:30 í morgun og farið beint í morgunmat.  Þar var tekið vel til matar síns að venju, en rúnstykkin eru vinsæl hjá strákunum.  Fyrri leikur dagsins var á móti dönsku meisturunum, Sisu.  Danirnir voru búnir að vinna norðmennina sem við spiluðum á móti stórt, en tapa á móti Uppsala.  Við byrjuðum mjög vel á móti dönunum og leiddum eftir fyrsta leikhluta með 2 stigum.  Annar leikhluti gekk ekki nógu vel, við vorum komnir í villuvandræði (Kári og Yngvi með 3, Siggi 2).  Staðan í hálfleik var þannig að Danirnir leiddu með 11 stigum.  Seinni hálfleikur spilaðist þó nokkuð vel, við söxuðum aðeins á forskotið og náðum að minnka það í 6 stig þegar skammt var eftir, en leikurinn tapaðist á endanum með 8 stigum.  Strákarnir voru að standa sig feykivel og er þetta besti leikurinn sem þeir hafa spilað hér í Svíþjóð.  Það eru alls ekki slæm úrslit að tapa fyrir Danameisturum með 8 stigum.

Eftir leikinn var farið í hádegismatinn og svo höfðu strákarnir 2 tíma í frjálsan tíma.  Flestir nýttu þann tíma til að kíkja í bæinn, búðir og annað slíkt.  Eftir bæjarröltið var tekinn rólegur tími, farið síðan snemma í kvöldmatinn eða um kl. 17.

Kvöldleikurinn okkar var síðan kl. 19, og andstæðingurinn ekki að lakara taginu, frekar en í fyrri leikjum, en andstæðingurinn var Pyrintö frá Finnlandi Scania meistarar síðasta árs.  Strákarnir sýndu ágætan leik og voru 1 stigi undir í hálfleik.  Síðari hálfleikinn spiluðu okkar drengir mjög vel og uppskáru sinn fyrsta sigur, en lokatölur leiksins voru 63-49.  Frábær leikur hjá okkar strákum, en nokkuð ljóst að finnska liðið er ekki að sama styrkleika og fyrir ári síðan.  En engu að síður frábær sigur hjá okkar drengjum og ekkert af þeim tekið.

Eftir leikinn fengum við okkur ávexti að brauð að borða, einnig var gefið leyfi til að fá sér smá nammi.  Sem var borðað og horft á NBA leik.

Á morgun fáum svo aftur að mæta Norðmönnunum frá Sandvika og eigum við harma að hefna þar.  Við ætlum okkur klárlega sigur í þeim leik, en hann verður kl. 8:10 í fyrramálið (auk þess að klukkan breytist í sumartíma í nótt, þannig að þetta er eins og að spila kl 7:10).

Nú liggur ljóst fyrir að við munum enda í sætum 9-12, ef við vinnum í fyrramálið þá spilum við um sæti 9-10 ef leikurinn tapast, þá spilum við sæti 11-12.  En alls eru 14 lið í okkar flokki.

Úrslit og stigaskor leikmanna má sjá hér, http://scania.cups.nu/2013/result/team/1369898/matches#results.

Fleiri myndir komnar á myndasíðuna, https://picasaweb.google.com/haukarkarfa9899/.

No comments:

Post a Comment