Tuesday, January 4, 2011

Þrettándagleði og frítt á leikinn

Á fimmtudaginn eiga strákarnir leik við Hamar frá Hveragerði kl. 19:45. Frítt verður á leikinn í boði SUBWAY og vil hvetja drengina til að mæta á leikinn og taka mömmu, pabba, ömumu og afa með.

Dagskráin byrjar fyrr því kl. 18:00 hefst Þrettándagleði á Ásvöllum með tilheyrandi gleði, söng, dansi og flugeldasýningu. Því tilvalið fyrir fjölskyldur að eiga skemmtilegt kvöld saman.

Æfingin sem vera átti þetta kvöld fellur niður.

No comments:

Post a Comment