Kæru foreldrar/forráðamenn
Hafnarfjarðarbær hefur boðað lækkun á niðurgreiðslu æfingagjalda 16 ára og yngri fyrir árið 2011. Þar sem Hafnarfjarðarbær hefur ekki skilað frá sér hversu stór hluti skerðingin er þá sjáum við okkur ekki fært á öðru en að innheimta full æfingagjöld fyrir vorönn 2011. Okkur þykir miður að fara þessa leið en teljum það óhjákvæmilegt miðað við þær upplýsingar sem við höfum í dag.
Hægt verður að skipta greiðslum í allt að 6 mánuði með því að hafa samband við íþróttastjóra félagsins á gudbjorg@haukar.is eða í s: 525-8702.
Foreldrar/forráðamenn eru beðnir um að leita til bæjarins með endurgreiðslu.
Við getum því miður ekki sagt til um hvenær endurgreiðslur verða þar sem greiðslur til okkar hafa dregist verulega.
Við viljum hvetja forelda til að nýta sér íbúagáttina sem er opin frá 1.-15. feb. samkvæmt þeim upplýsingum sem við höfum í dag. Einnig viljum við benda á að einungis þeir sem sækja um á íbúagáttinni eiga rétt á niðurgreiðslum.
Með von um jákvæða samvinnu,
Guðbjörg Norðfjörð
Íþróttastjóri Hauka
Saturday, January 29, 2011
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment