Saturday, February 12, 2011
Íslandsmótið í Grindavík, fyrri dagur
Tveir leikir voru spilaðir í dag sá fyrri var gegn KR og fór hann mjög vel af stað. Við leiddum eftir fyrstu 2 leikhlutana og strákarnir voru að spila vel. Síðustu 2 leikhlutarnir voru ekki uppá það besta hjá okkur og KR-ingarnir gengu á lagið og unnu öruggan sigur. Seinni leikur dagsins var gegn Grindavík og gekk okkur aðeins betur þar á heildina litið. Við vorum þó alltaf skrefinu á eftir þeim og töpuðum með nokkrum mun. Allir strákarnir fengu að spreyta sig í dag. Á morgun eru 2 leikir og strákarnir staðráðnir í að gera betur þá.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment