Monday, April 30, 2012

Engin æfing 1. maí

Þriðjudaginn 1. maí verður engin æfing, íþróttahúsið í Hraunvallaskóla er lokað þennan dag.  Næsta æfing er á miðvikudaginn 2. maí kl. 20:00

Sunday, April 22, 2012

Vorskemmtun

Venjan er að hafa skemmtun bæði á haustin og vorin, fyrir valinu hjá drengjunum núna var að hafa pizzukvöld og horfa á NBA leik.  Á þriðjudaginn eftir æfingu verður verður pizzukvöld heima hjá þjálfaranum og horft á NBA leik.  Drengirnir geta komið með sér drykk að eigin vali og kostnaðurinn 600 kr. á hvern dreng.

Friday, April 13, 2012

Æfingaleikur við Grindavík 20. apríl

Það verður æfingaleikur við Grindavík föstudaginn 20. apríl á æfingartíma okkar í Bjarkarhúsinu kl. 15:50.  Við reynum að hefja leikinn ekki seinna en kl. 16, minni á að við getum komist í salinn kl. 15:30.

Wednesday, April 11, 2012

Afmælishlaup Hauka

Afmælishlaup Hauka.
Laugardaginn 14. apríl
Kl: 11:00.
Við hvetjum alla Haukafélaga til að taka þátt í hlaupinu.
Afmælishlaupið er 8,1 km. (Haukar 81 árs 12. apríl 2012). 

Einnig verður boðið upp á 3. km. hlaup.

Útdráttarverðlaun.
Boðið verður upp á ávexti eftir hlaup.