Monday, November 26, 2012

Haukar - FSU í bikarnum

Búið er að draga í bikarnum og við fengum FSU (Selfoss) í 16 liða úrslitum. Hægt er sjá bikardráttinn á vef körfuknattleikssambansins www.kki.is. Ekki er búið að setja leikinn á en það þarf að vera búið að spila hann fyrir 16. desember. Læt vita um leið og það er komið í ljós.

kveðja,
Ívar

Wednesday, November 21, 2012

Æfingaleikur í dag við Breiðablik

Í dag, miðvikudag, verður æfingaleikur við Breiðablik á Ásvöllum kl. 19.30 - 21.00. Allir að vera tilbúnir kl. 19.30.

kveðja,
Ívar

Monday, November 19, 2012

Fjölliðamót nr. II

Því miður fengum við ekki mótið þar sem sjónvarpsleikur í handbolta var fluttur yfir á laugardag. Við spilum í staðinn í Ásgarði, Garðabæ. Gott hús og það verður bara gaman að spila þar.

Leikirnir hjá okkur eru eftirfarandi:

24-11-2012 09:30Haukar 9. fl. dr.SýnishornKR b 9. fl. dr.Ásgarður
24-11-2012 13:15Haukar 9. fl. dr.SýnishornFSu/Hrunamenn 9. fl. dr.Ásgarður
25-11-2012 12:15Haukar 9. fl. dr.SýnishornStjarnan 9. fl. dr.Ásgarður
25-11-2012 16:00Fjölnir 9. fl. dr.SýnishornHaukar 9. fl. dr.Ásgarður


Það er mæting á laugardeginum kl. 8.50 og á sunnudeginum kl. 11.15.

Við eigum fyrsta leik á móti KRb sem vann C riðilinn og þurfum að koma vel vaknaðir í þann leik. Allir að fara snemma að sofa á föstudagskvöldið og vera byrjaðir að borða hollan morgunmat um kl. 8.00 - ekki of þungan - næringarmikinn.

Markmiðið er auðvitað að komast upp í A riðilinn og því þurfum við að halda einbeitingu allann tímann.

kveðja,
Ívar

Monday, November 12, 2012

Leikurinn á móti Skallagrím

Leikurinn á móti Skallagrím verður á morgun, þriðjudag, kl. 20.45 á Ásvöllum. Mæting er kl. 20.15. Þar sem  leikurinn er svona seint þá munum við hita upp á göngunum. Allir verða að vera tilbúnir kl. 20.30.

kveðja,
Ívar

Friday, November 9, 2012

Leikurinn á Selfossi

Mæting á Ásvelli kl. 12.00. Þeir sem ætla að keyra eru Gísli, Hafdís og Gulli. Það borga allir 1.000 kr. í bensin og láta bílstjóra fá peninginn. Ég kem svo á Selfoss um kl. 13.00 og verð með búninga fyrir þá sem þurfa.

kveðja,
Ívar

Tuesday, November 6, 2012

Æfing í kvöld á Ásvöllum kl 21 - 22

Æfing verður á Ásvöllum kl. 21.00 - 22.00 á Ásvöllum. Ástæðan fyrir þessu er sú að það er leikur hjá drengjaflokki kl. 19.30 á Ásvöllum og ég næ því ekki að koma á æfinguna kl. 20.00 í Hraunvallaskóla. Að auki er mun betra að vera að æfa á Ásvöllum.

kveðja,
Ívar

Leikur við FSU á sunnudag

Leikurinn við FSU verður næsta sunnudag, 11 nóv. kl. 14.00 í íþróttahúsinu Iðu á Selfossi.
Nánar um þetta síðar í vikunni.

Leikurinn á móti Skallagrím verður settur á síðar í vikunni

kveðja,
Ívar