Monday, November 19, 2012

Fjölliðamót nr. II

Því miður fengum við ekki mótið þar sem sjónvarpsleikur í handbolta var fluttur yfir á laugardag. Við spilum í staðinn í Ásgarði, Garðabæ. Gott hús og það verður bara gaman að spila þar.

Leikirnir hjá okkur eru eftirfarandi:

24-11-2012 09:30Haukar 9. fl. dr.SýnishornKR b 9. fl. dr.Ásgarður
24-11-2012 13:15Haukar 9. fl. dr.SýnishornFSu/Hrunamenn 9. fl. dr.Ásgarður
25-11-2012 12:15Haukar 9. fl. dr.SýnishornStjarnan 9. fl. dr.Ásgarður
25-11-2012 16:00Fjölnir 9. fl. dr.SýnishornHaukar 9. fl. dr.Ásgarður


Það er mæting á laugardeginum kl. 8.50 og á sunnudeginum kl. 11.15.

Við eigum fyrsta leik á móti KRb sem vann C riðilinn og þurfum að koma vel vaknaðir í þann leik. Allir að fara snemma að sofa á föstudagskvöldið og vera byrjaðir að borða hollan morgunmat um kl. 8.00 - ekki of þungan - næringarmikinn.

Markmiðið er auðvitað að komast upp í A riðilinn og því þurfum við að halda einbeitingu allann tímann.

kveðja,
Ívar

No comments:

Post a Comment