Monday, February 25, 2013

Æfingar fyrir bikarleik

Til hamingju strákar með góðan árangur um helgina og að vera kominn upp í A riðilinn.

Það verður æfing á morgun, mánudag, kl. 15.30 - 17.00 á Ásvöllum og á þriðjudaginn munum við síðan vera með æfingu í Hraunvallaskóla kl. 18 - 19.

bikarleikurinn er síðan á miðvikudag en á undan er leikur hjá 10 flokki stúlkna í bikar og við mætum auðvitað á hann og hitum upp með að styðja stelpurnar til sigurs.

kveðja,
Ívar

Friday, February 22, 2013

Mætingar um helgina

Mæting á laugardeginum er kl. 11.15 og á sunnudeginum kl. 12.00

kveðja,
Ívar

Wednesday, February 20, 2013

Íslandsmót á Ásvöllum 23.-24. febrúar

Leikir Hauka um helgina

Laugardagur 23.2
kl. 12:00  Haukar - Keflavík
kl. 14:30  Haukar - Fjölnir

Sunnudagur 24.2
kl. 13:00  Haukar - Tindastóll
kl. 15:30  Haukar - Stjarnan

Tuesday, February 19, 2013

Æfing á miðvikudag verður kl. 21.00 - 22.00

Það verður æfing hjá 9 flokki á miðvikudaginn kl. 21.00 - 22.00, strax á eftir leik hjá mfl. kvenna. á Ásvöllum

kveðja,
Ívar

Monday, February 18, 2013

Breytingar á æfingum og æfingatíma

Æfingar munu breytast hjá okkur aðeins núna næstu vikur. Er það gert til þess að við getum undirbúið okkur betur undir næstu fjölliðamót og Scania mótið. Við höfum átt í smá vandræðum með að ná í 10 á öllum æfingum og því var ákveðið að láta 9 og 10 flokk æfa aðeins saman. Við spiluðum æfingaleik við þá á laugardaginn og þeir eru alveg jafnfætis þeim og því ætti þetta að hjálpa þeim að verða betri leikmenn. það hafa nokkrir verið að æfa með þessum strákum í 10 og það hefur gengið mjög vel. Annar stór plús er að við æfum þá meira á Ásvöllum en ekki í Hraunvallaskóla.

Það er æfing í dag kl. 15.30 á Ásvöllum

Æfingar í vikunni:
Mánudagar kl. 15.30 - 16.20 Ásvellir
Miðvikudagar kl. 19.30 - 20.30 Ásvellir
Fimmtudaga kl. 17.00 - 18.00 Bjarkarhús
Föstudaga kl. 19.00 - 20.30 Bjarkarhús
Laugardaga kl. 16.00 - 17.00 Ásvellir
Sunnudaga kl. 13.00 - 14.00 Ásvellir
lyftingar eru á sama tíma og verið hefur og þá með 10 flokki.

Þetta eru margar æfingar en æfingar um helgar detta mjög oft út og því er mikilvægt að mæta á hinar. Ég og Pétur Ingvars munum sjá um þessar æfingar og við munum reyna að vera tveir á flestum æfingum. Nú munu líka föstudagsæfingar ekki detta út þar sem Pétur mun sjá um þær þegar ég er með leik hjá mfl. karla. 10 flokkur er að spila sama kerfi og við og við Pétur höfum starfað mikið saman og erum nokkuð samstíga í hvaða leiðir við viljum fara og því er þetta lítið mál fyrir alla aðila.

Friday, February 8, 2013

Næsta æfing á sunnudaginn kl. 12.30

Æfingin á sunnudag byrjar kl. 12.30 - 14.00 á Ásvöllum

kveðja,
Ívar

Wednesday, February 6, 2013

Fengum KR í undanúrslitum bikars - heima

Við fengum heimaleik á móti KR í undanúrslitum bikars. Frábært tækifæri hjá okkur til að sýna hvað við getum á móti Íslandsmeisturunum. Ekki er búið að setja leikinn á.

kveðja,
Ívar

Tuesday, February 5, 2013

Foreldrafundur á fimmtudaginn vegna Scania

Foreldrafundur verður fimmtudaginn 7. febrúar kl. 20.00 á Ásvöllum. Farið verður yfir Scania mótið, kostnað og annað.

Mjög mikilvægt er að allir foreldrar mæti á fundinn.

kveðja,
Ívar