Æfingar munu breytast hjá okkur aðeins núna næstu vikur. Er það gert til þess að við getum undirbúið okkur betur undir næstu fjölliðamót og Scania mótið. Við höfum átt í smá vandræðum með að ná í 10 á öllum æfingum og því var ákveðið að láta 9 og 10 flokk æfa aðeins saman. Við spiluðum æfingaleik við þá á laugardaginn og þeir eru alveg jafnfætis þeim og því ætti þetta að hjálpa þeim að verða betri leikmenn. það hafa nokkrir verið að æfa með þessum strákum í 10 og það hefur gengið mjög vel. Annar stór plús er að við æfum þá meira á Ásvöllum en ekki í Hraunvallaskóla.
Það er æfing í dag kl. 15.30 á Ásvöllum
Æfingar í vikunni:
Mánudagar kl. 15.30 - 16.20 Ásvellir
Miðvikudagar kl. 19.30 - 20.30 Ásvellir
Fimmtudaga kl. 17.00 - 18.00 Bjarkarhús
Föstudaga kl. 19.00 - 20.30 Bjarkarhús
Laugardaga kl. 16.00 - 17.00 Ásvellir
Sunnudaga kl. 13.00 - 14.00 Ásvellir
lyftingar eru á sama tíma og verið hefur og þá með 10 flokki.
Þetta eru margar æfingar en æfingar um helgar detta mjög oft út og því er mikilvægt að mæta á hinar. Ég og Pétur Ingvars munum sjá um þessar æfingar og við munum reyna að vera tveir á flestum æfingum. Nú munu líka föstudagsæfingar ekki detta út þar sem Pétur mun sjá um þær þegar ég er með leik hjá mfl. karla. 10 flokkur er að spila sama kerfi og við og við Pétur höfum starfað mikið saman og erum nokkuð samstíga í hvaða leiðir við viljum fara og því er þetta lítið mál fyrir alla aðila.
No comments:
Post a Comment