Sunday, March 31, 2013

Dagur 4 á enda

Í kvöld var okkar síðasti leikur á þessu móti.  Strákarnir voru búnir að vinna sér inn þann rétt að leika um níunda sætið.  Mótherjinn í kvöld var frá Svíðþjóð og heitir Blackeberg.  Strákarnir mættu ágætlega stemmdir til leiks og var fyrri hálfleikur nokkuð jafn, en við þó ávallt skrefi á undan.  Í hálfleik munaði 2 stigum okkur í vil.  Í seinni hálfleik fór að halla undan fæti og Svíarnir voru að hitta vel.  Að sama skapi voru hlutirnir ekki að falla með okkur og auðveld skot að fara forgörðum.  Þegar uppi var staðið þá töpuðum við leiknum með um 20 stigum.  Okkar hlutskipti var því að enda í 10 sæti á mjög sterku móti, 2 sigrar og 4 töp. Lærdómsrík og skemmtileg ferð, sem á eftir að verða þessum hópi eftirminnileg.

Á morgun verður tekin stefnan á að fara í sund saman, horfa á úrslitaleik mótsins og enda daginn á Mcdonalds, í boði Ívars þjálfara og Hrundar (mamma Bjarka).  En Ívar var búinn að heita á hópinn BicMac á hvern leikmann fyrir leik sem vannst fyrr í ferðinni og Hrund ætlar að bjóða hópnum upp á Mcflurry (Ís) í tilefni afmæli Bjarka á morgun.

No comments:

Post a Comment