Körfuboltabúðir Hauka
Körfuknattleiksleiksdeild Hauka mun verða með
körfuboltabúðir fyrir krakka í 1.-10. bekk núna í dymbilvikunni.
Körfuboltabúðirnar verða með svipuðu sniði og verið hefur þar sem áherslan er
lögð á bolta- og skotæfingar.
Yfirþjálfari búðanna verður Pétur Ingvarsson fyrrum
þjálfari mfl. hjá Haukum og Hamri. Honum til aðstoðar verða Ívar Ásgrímsson,
yfirþjálfari yngri flokka og leikmenn mfl. Hauka verða á staðnum til að
leiðbeina og kenna.
· Er fyrir alla krakka, stelpur og stráka
í 1. – 10. bekk
· Þrír dagar, mánudagur til
miðvikudags (25. – 27. mars)
· Frá kl. 12:00 – 15:00
· Allir fá páskaegg í lokin
· Verð kr. 3.000
· Skráning verður við mætingu á
mánudaginn
No comments:
Post a Comment