Það voru þreyttir strákar sem vöknuðu í morgun. Það var búið að ákveða að það yrði frjálst hvort farið yrði í morgunmat eða ekki. Ég vakti þó alla í morgun rétt fyrir kl. 9 og spurði hvort þeir vildu fara í morgunmat, en endaði á því að fara einn. Um kl. 11 voru þeir fyrstu að vakna og aðrir voru vaktir einnig. Stefnan var tekin á sundlaugina og vorum við komnir þangað um kl. 11:30. Í sundlauginni var ýmislegt gert sér til gamans og allir höfðu gaman af, t.d. farið á stökkpall (3m og 5m), öldulaug, rennibraut og straumbraut.
Eftir sundið fengum við hádegismat eða um kl. 14 og síðan horfði hópurinn saman á úrslitaleikinn í okkar flokki. Til úrslita léku lið Uppsala (sem við spilum við í fyrsta leiknum) á móti Fryshuset. Lið Uppsala fór með nokkuð öruggan 20 stiga af hólmi.
Eftir það tók við frjáls tími þar sem strákarnir kíktu aðeins niður í bæ. Síðan þurftum við að færa okkur úr skólastofunni yfir í annað rými sem er félagsaðstaða í íþróttahúsinu. Sú aðstaða er mjög fín með aðgang að sjónvarpi, dvd, wii tölvu o.fl.
Um kl. 20 fórum við svo niður í bæ á Mcdonalds þar sem staðið var við gefin loforð, þ.e. að Ívar bauð upp á Bigmac og í tilefni af 15 ára afmæli Bjarka bauð Hrund (mamma Bjarka) upp á Mcflurry.
Núna erum við að horfa á dvd og ætlum að horfa á NBA, ásamt því að pakka því sem hægt er að pakka.
Á morgun verður svo klárað að pakka og lagt af stað héðan kl. 11 út á flugvöll. Allavega er ég viss um að drengirnir hafi haft gaman af ferðinni og hún eigi eftir að verða þeim eftirminnileg.
Monday, April 1, 2013
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
Gott og gaman að heyra!
ReplyDeleteGóða ferð heim.
Kær kveðja,
Guðrún Helga
Frábært að heyra að þetta hafi verið góður dagur. Til hamingju með daginn, Bjarki og vonandi bragðaðist ísinn og borgarinn vel - hef í raun engar áhyggur af öðru.
ReplyDeleteGóða ferð heim.
kveðja,
Ívar