Kæru foreldrar
Minni á að þann 1. febrúar opnar á ný fyrir umsóknir um íþrótta- og tómstundastyrki.Frestur til að staðfesta þátttöku vegna vorannar 2010 (jan. – maí) er til og með 15. febrúar. Gáttin er aðeins opin einu sinni á þessu tímabili.
Með staðfestingu í gegnum Íbúagáttina samþykkir forráðamaður barns að Hafnarfjarðarbær greiði viðkomandi félagi niðurgreiðsluna vegna þátttöku barnsins í námskeiði á vegum félagsins.
Nánari upplýsingar um íþrótta- og tómstundastyrkina eru í Íbúagáttinni, www.hafnarfjordur.is , en einnig hjá Þjónustuveri Hafnarfjarðarbæjar í síma 585-5500 og hjá Íþróttabandalagi Hafnarfjarðar í síma 555-2300.
Einnig er hægt að hringja í íþróttastjóra félagsins og fá nánari upplýsingar s: 525-8702. Minni á að ef viðkomandi staðfestir ekki á tímabilinu 1.-15. febrúar þá kemur greiðsluseðill fyrir upphæðinni á viðkomandi fjölskyldu.
Guðbjörg Norðfjörð
Íþróttastjóri Hauka
Wednesday, February 3, 2010
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment