Nettómótið fer fram í Reykjanesbæ hefst að morgni 6. mars og mótslit kl. 13:30 þann 7. mars. Vil ég biðja þá sem ætla að taka þátt að skrá sig á peturi@haukar.is. Þátttökugjaldið fyrir þetta mót er 5.200 kr. og greiðist þegar mætt er á svæðið.
Innifalið í mótsgjaldi:
• Bíóferð - fyrir krakka 8 til 11 ára verður myndin Old dog´s sem er bráðfyndin gamanmynd.
• Frítt verður í Vatnaveröld ‐ sundmiðstöð
• Hádegismatur á laugardag
• Kvöldmatur á laugardag
• Kvöldvaka og glaðningur
• Kvöldhressing á laugardagskvöld
• Gisting
• Morgunmatur á sunnudag
• Hádegismatur á sunnudag – pizzuveisla frá Langbest
• Verðlaunapeningur
• Vegleg gjöf í mótslok í tilefni 20. ára afmæli mótsins
• Reykjaneshöllin verður opin alla helgina en þar verður boðið uppá margskonar afþreyingu t. d. hoppukastala, körfubolta, fótbolta, folf (frisbee‐gólf) og margt fleira. Um er að ræða 7.840m² leiksvæði.
Strákarnir munu gista aðfaranótt sunnudags í Reykjanesbæ, við munum fá skólastofu til þess að gista í. Gott væri að hafa nokkra úr hópi foreldra til að gista með, ef þið hafið áhuga vinsamlegast látið mig þá vita.
Ég reikna með að við verðum með 2 lið á mótinu, fer eftir þátttöku. Þannig að í hverju liði verði ekki meira en 1-2 skiptimenn. Ég verð með niðurnelgda dagskrá þegar að nær dregur. Þeir foreldrar sem hafa tök á að aðstoða okkur Hauk í þessu, vinsamlegast látið mig vita.
Ég mun setja nánari upplýsingar síðar um hvað taka þarf með sér, hvenær leikirnir fara fram og aðra þætti sem eru á dagskrá helgarinnar. Hvet ykkur til að skoða blogsíðu mótsins, til að kynna ykkur nánar þá dagskrá sem fer þar fram á þessari helgi.
http://nettomot.blog.is/blog/nettomot/
Sunday, February 21, 2010
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment