Thursday, March 31, 2011
Æfingin á sunnudaginn 3. apríl kl. 11:30
Afmælishlaup Hauka 9. apríl
Staður og tímasetning
Hlaupið verður haldið laugardaginn 9. apríl kl. 11:00. Hlaupið verður frá Ásvöllum heimastöðvum HAUKA í Hafnarfirði. Hlaupið er almenningshlaup, ætlað allri fjölskyldunni og hentar ungum sem öldnum.
Hlaupinn verður einn km fyrir hvern áratug sem liðinn er frá stofnun HAUKA. Hlaupið hefst árið 1931 og komið verður í mark árið 2011.
Vegalengdir
- 8 km með tímatöku.
- 3 km án tímatöku.
Leiðarlýsing
8 km hlaupið verður ræst frá Ásvöllum og hlaupið um Vallarhverfið í Hafnarfirði og til baka (nánari leiðarlýsing er væntanleg).
3 km hlauparar verða ræstir frá Ásvöllum og hlaupinn þægilegur hringur sem endar á Ásvöllum (nánari leiðarlýsing er væntanleg).
Flokkaskipting
8 km hlaup
- 14 ára og yngri
- Eldri en 14 ára
3 km hlaup
Engin flokkaskipting
Verðlaun
Allir keppendur í bæði 3 km og 8 km hlaupunum sem ljúka hlaupi fá verðlaunapening.
Verðlaun verða veitt í 8 km hlaupi fyrir fyrsta sæti karla og kvenna í báðum flokkum.
Skráning
Frítt er í hlaupið af tilefni 80 ára afmælis HAUKA
Forskráning fer fram hér á www.hlaup.is
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar er hægt að fá á antonm@simnet.is
Nánari upplýsingar verða birtar á bloggsíðu Skokkhóps HAUKA þegar nær dregur og hér á hlaup.is
Monday, March 28, 2011
Íslandsmótið í Kórnum
Haukar - Fjölnir 45-35: Okkur gekk erfiðlega að finna leiðina að körfu Fjölnis til að byrja með, en vörnin var nokkuð góð. Kári opnaði setti svo fyrstu körfuna okkar, svona í tilefni 13 ára afmælisins síns, en þetta eru fyrstu stig Kára á íslandsmótinu. Fjölnir leiddi með 10 stiga mun í hálfleik eða 8-18. Í seinni hálfleiknum gekk sóknarleikurinn aðeins betur og náðum við að minnka munin í 18-22. Í þeirri stöðu hrökk þeirra besti maður í gang og setti niður þrjár 3ja stiga körfur og jók muninn í 11 stig, 20-31, sá munur hélst síðan út leikinn. Stigaskor drengjanna var eftirfarandi: Anton 10, Daði 7, Yngvi (Óskars) 6, Siggi 4, Bjarki 2, Gunnar 2, Logi 2 og Kári 2. Vítanýting liðsins var 40% eða 4/10.
Haukar - KRb: 32-34: Eins og í fyrsta leiknum þá var sóknarleikurinn ekki að ganga vel. Strákarnir voru þó duglegir og sóttu mörg sóknarfráköst, en skotin voru ekki að detta niður, staðan í hálfleik 14-16. Í seinni hálfleik vorum við ávallt skrefinu á eftir og vantaði herslumuninn til að geta jafnað og komist yfir í lok leiksins. Stigaskor drengjanna var eftirfarandi: Anton 15, Daði 7, Siggi 4, Bjarki 2, Jökull 2 og Logi 2. Vítanýting liðsins var ekki nema 26% eða 6/23, og má segja þar hafi farið dýrmæt stig sem að hefðu getað fært okkur sigur í þessum leik.
Haukar - Breiðablik 45-25: Leikurinn var jafnari en lokatölur gefa til kynna. Í hálfleik munaði 7 stigum, en fyrri hálfleikur endaði 15-22. Við hófum seinni hálfleikinn vel og minnkuðum muninn í 3 stig 19-22. En þá skildu leiðir, Breiðablik skorar næstu 8 stigin og breyta stöðunni í 19-30. Sá munur hélst síðan, þangað til leikurinn endar á því að Blikar skora síðustu 11 stig leiksins. Stigaskor drengjanna var eftirfarandi: Logi 8, Siggi 7, Daði 3, Anton 3, Yngvi (Óskars) 2 og Gulli 2. Vítanýting liðsins var 50% eða 6/12.
Haukar - Reykdælir 47-34: Í þessum leik tókum við frumkvæðið strax frá fyrstu mínútu og létum forystuna aldrei af hendi allan leikinn. Staðan í hálfleik var 20-13 og munurinn síðan smá jókst allt til loka leiksins. Stigaskor drengjanna var eftirfarandi: Anton 11, Yngvi (Óskars) 10, Logi 9, Siggi 6, Magni 4, Daði 2 og Gulli 1. Vítanýting liðsins var 57% eða 4/7.
Heildarstigaskor og vítanýting helgarinnar var eftirfarandi:
Anton 39 stig, 30% vítanýting, 6/20
Logi 21 stig, 0% vítanýting, 0/2
Siggi 21 stig, 30% vítanýting 3/10
Daði 19 stig, 83% vítanýting 10/12
Yngvi (Óskars) 18 stig, 0% vítanýting 0/2
Bjarki 8 stig, 0 % vítanýting 0/4
Magni 4 stig, ekkert víti
Gulli 3 stig, 50% vítanýting 1/2
Kári 2 stig, ekkert víti
Jökull 2 stig, ekkert víti
Gunnar 2 stig, ekkert víti.
Þó svo að Íslandsmótinu sé nú lokið, þá eru mikilvægar vikur framundan hjá strákunum. Nú er tími til að æfa vel þau atriði sem við erum veikastir fyrir í hver og einn. Þannig að þegar það kemur að næsta tímabili, þá verðum við ennþá sterkari. Það verða skipulagðar æfingar til um miðjan maí mánuð. Nú munu strákarnir einnig skipta um bolta, en á næsta tímabili spila þeir með stærri bolta og þann bolta ætlum við að byrja nota núna á æfingunum sem eru framundan.
Thursday, March 24, 2011
Íslandsmót mars 2011
Drengirnir þurfa að taka með sér nesti til að snæða á milli leikja, ávöxt og/eða samloku og svo vatn (eða annan drykk). Ekki er heimilt að taka með sér gosdrykki eða sælgæti.
Mæta þarf með búningana sína með sér, fyrir þá sem ekki eiga búning, þá mun ég verða með búning fyrir þá. Það eiga allir að vera tilbúnir 30 mín fyrir leik.
Tuesday, March 22, 2011
Snæfell - Haukar, sætaferðir
Sunday, March 20, 2011
Miðar á leikinn á morgun
Haukar - Snæfell
Friday, March 18, 2011
Íslandsmótið 26.-27. mars í Kórnum
Búið er að raða niður leikjunum og verða þeir eftirfarandi:
Laugardagur
kl. 11:00 Haukar - Fjölnir
kl. 13:00 Haukar - KRb
Sunnudagur
kl. 11:00 Haukar - Breiðablik
kl. 14:00 Haukar - Reykdælir
.
Thursday, March 17, 2011
Breyting á æfingatíma sunnudaginn 20. mars
Wednesday, March 16, 2011
Thursday, March 10, 2011
Mætum á leikinn í kvöld 10.mars kl. 19:15, engin æfing
Wednesday, March 2, 2011
Leiðrétting, það er æfing á morgun 3. mars
Afmælisbingó og bollukaffi
Meðal vinninga er sælulykill á Hótel Örk, 20.000 kr. bensínúttekt frá ÓB, gjafakort frá Hress, Fjölsport, Partý búðinni, Go-Kart, o.fl.
Út að borða frá fjölda veitingastaða, ísveisla frá Vesturbæjarís og margt margt fleira. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.
ATH þeir drengir sem vilja fá frí á æfingu til að taka þátt í bingóinu fá frí eða geta mætt á æfingu eftir að bingói lýkur.