Thursday, March 31, 2011

Afmælishlaup Hauka 9. apríl

Staður og tímasetning
Hlaupið verður haldið laugardaginn 9. apríl kl. 11:00. Hlaupið verður frá Ásvöllum heimastöðvum HAUKA í Hafnarfirði. Hlaupið er almenningshlaup, ætlað allri fjölskyldunni og hentar ungum sem öldnum.
Hlaupinn verður einn km fyrir hvern áratug sem liðinn er frá stofnun HAUKA. Hlaupið hefst árið 1931 og komið verður í mark árið 2011.

Vegalengdir

  • 8 km með tímatöku.
  • 3 km án tímatöku.

Leiðarlýsing
8 km
hlaupið verður ræst frá Ásvöllum og hlaupið um Vallarhverfið í Hafnarfirði og til baka (nánari leiðarlýsing er væntanleg).
3 km hlauparar verða ræstir frá Ásvöllum og hlaupinn þægilegur hringur sem endar á Ásvöllum (nánari leiðarlýsing er væntanleg).

Flokkaskipting

8 km hlaup

  • 14 ára og yngri
  • Eldri en 14 ára

3 km hlaup
Engin flokkaskipting

Verðlaun
Allir keppendur í bæði 3 km og 8 km hlaupunum sem ljúka hlaupi fá verðlaunapening.
Verðlaun verða veitt í 8 km hlaupi fyrir fyrsta sæti karla og kvenna í báðum flokkum.

Skráning
Frítt er í hlaupið af tilefni 80 ára afmælis HAUKA
Forskráning fer fram hér á www.hlaup.is

Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar er hægt að fá á antonm@simnet.is
Nánari upplýsingar verða birtar á bloggsíðu Skokkhóps HAUKA þegar nær dregur og hér á hlaup.is

No comments:

Post a Comment