Friday, April 29, 2011
Engin æfing sunnudaginn 1. maí
Æfingin á sunnudaginn 1. maí fellur niður, en húsið á Ásvöllum er lokað þennan dag. Næsta æfing verður því á þriðjudaginn 3. maí kl. 17. í Hraunvallaskóla.
Tuesday, April 26, 2011
Fjölskylduæfing og foreldrafundur
Á fimmtudaginn verðu foreldrafundur kl. 18:30 á Ásvöllum, á fundinum verður farið yfir skipulag sumarsins og hvaða kostir á æfingum verða í boði fyrir strákana.
Á hefðbundnum tíma eða kl. 19:30 verður fjölskyldu- og foreldraæfing. Ég vil hvetja foreldra, bræður og systur drengjanna í 7. flokki að mæta á æfinguna. Farið verður í skemmtilega skotleiki og keppni sett upp á milli foreldra og drengjanna. Mæta þarf í íþróttafatnaði og helst með innanhússkó. Vonandi að sem flestir geti mætt.
Á hefðbundnum tíma eða kl. 19:30 verður fjölskyldu- og foreldraæfing. Ég vil hvetja foreldra, bræður og systur drengjanna í 7. flokki að mæta á æfinguna. Farið verður í skemmtilega skotleiki og keppni sett upp á milli foreldra og drengjanna. Mæta þarf í íþróttafatnaði og helst með innanhússkó. Vonandi að sem flestir geti mætt.
Wednesday, April 13, 2011
Æfingaleikur 16. apríl
Við munum heimsækja Val laugardaginn 16. apríl og spila við þá æfingaleik í Vodafone höllinni að Hlíðarenda. Þetta er liður í 100 ára afmæli Vals og munu nokkrir flokkar frá Haukum mæta þennan dag. Leikurinn hefst kl. 11, þannig að venju er mæting hálftíma fyrir leik, þ.e. vera tilbúinn þá. Ég verð fjarverandi þessa helgi og mun Óskar Freyr (Pabbi Yngva) stýra leiknum. Eftir leikinn ætlar Valur svo að bjóða í pulsur og svaladrykk fyrir alla iðkendur, þjálfara og foreldra.
Körfuboltabúðir Hauka um Páskana
Haukar standa fyrir körfuboltabúðum um páskana, eða 18.-20. apríl, frá kl. 13-16. Það þarf að tilkynna þátttöku með því að senda póst á ivar@haukar.is í síðasta lagi á föstudaginn. Þessar búðir eru fyrir 1.-7. bekk.
Kostnaður við búiðirnar eru 4.000 kr.
Kostnaður við búiðirnar eru 4.000 kr.
Thursday, April 7, 2011
Afmælisdagur Hauka 12. Apríl
Afmælisdagur Hauka 12. Apríl – Haukadagur fyrir alla fjölskylduna
Þriðjudaginn 12. apríl fagnar knattspyrnufélagið Haukar 80 ára afmæli. Dagskrá verður á Ásvöllum þann dag fyrir alla fjölskylduna frá klukkan 17.00 – 22.00
Kl: 17.00 – 19.00 Barnaskemmtun - Haukafjör
Barnaskemmtun fyrir aldurshópinn 12 ára og yngri þar sem þjálfarar úr öllum deildum kenna öll trikkin – atriði úr Fúsa froskagleypir –Kiddi Óli úr Sönglist – Freyr töframaður- Dans frá Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar – blöðrur - kaka - fjör
Kl: 19.30 – 22.00 Afmæliskaffi og heiðursviðurkenningar
Veittar verða viðurkenningar fyrir vel unnin störf í þágu félagsins. Ungt Haukafólk spilar á hljóðfæri og dansarar frá Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar sýna dans. Afmæliskaka og kaffi fyrir allt Haukafólk
Kl: 20.00 – 22.00 Unglingaball í Veislusalnum Ásvöllum
Nú er komið að afmælisfjöri fyrir 7.-10. bekk DJ: Bóbó og Elín Lovísa og Kristmundur úr söngkeppni framhaldsskólanna 2010 skemmta.
Maður er manns gaman – mætum öll og fögnum 80 ára afmæli félagsins okkar
Þriðjudaginn 12. apríl fagnar knattspyrnufélagið Haukar 80 ára afmæli. Dagskrá verður á Ásvöllum þann dag fyrir alla fjölskylduna frá klukkan 17.00 – 22.00
Kl: 17.00 – 19.00 Barnaskemmtun - Haukafjör
Barnaskemmtun fyrir aldurshópinn 12 ára og yngri þar sem þjálfarar úr öllum deildum kenna öll trikkin – atriði úr Fúsa froskagleypir –Kiddi Óli úr Sönglist – Freyr töframaður- Dans frá Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar – blöðrur - kaka - fjör
Kl: 19.30 – 22.00 Afmæliskaffi og heiðursviðurkenningar
Veittar verða viðurkenningar fyrir vel unnin störf í þágu félagsins. Ungt Haukafólk spilar á hljóðfæri og dansarar frá Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar sýna dans. Afmæliskaka og kaffi fyrir allt Haukafólk
Kl: 20.00 – 22.00 Unglingaball í Veislusalnum Ásvöllum
Nú er komið að afmælisfjöri fyrir 7.-10. bekk DJ: Bóbó og Elín Lovísa og Kristmundur úr söngkeppni framhaldsskólanna 2010 skemmta.
Maður er manns gaman – mætum öll og fögnum 80 ára afmæli félagsins okkar
Wednesday, April 6, 2011
Breytingar á dagskrá næstu daga
Æfingin á fimmtudaginn 7. apríl fellur niður vegna leiks í N1 deildinni í handbolta. Æfingin á Ásvöllum á sunnudaginn fellur einnig niður vegna afmælishátíðar Hauka. Í staðinn fáum við æfingu á sunnudaginn kl. 11-12 í íþróttahúsinu á Strandgötu.
Það verður ekki hefðbundin æfing þriðjudaginn 12. apríl, þ.e. engin æfing í Hraunvallaskóla. Þennan dag sem er 80 ára afmælisdagur Hauka, verður barna- og unglingaskemmtun á Ásvöllum. Dagskráin verður auglýst síðar og ég birti hana hér á bloggsíðunni.
Subscribe to:
Posts (Atom)