Wednesday, April 6, 2011

Breytingar á dagskrá næstu daga

Æfingin á fimmtudaginn 7. apríl fellur niður vegna leiks í N1 deildinni í handbolta. Æfingin á Ásvöllum á sunnudaginn fellur einnig niður vegna afmælishátíðar Hauka. Í staðinn fáum við æfingu á sunnudaginn kl. 11-12 í íþróttahúsinu á Strandgötu.

Það verður ekki hefðbundin æfing þriðjudaginn 12. apríl, þ.e. engin æfing í Hraunvallaskóla. Þennan dag sem er 80 ára afmælisdagur Hauka, verður barna- og unglingaskemmtun á Ásvöllum. Dagskráin verður auglýst síðar og ég birti hana hér á bloggsíðunni.

No comments:

Post a Comment