Thursday, January 26, 2012

Íslandsmótið 28.-29. janúar 2012

Í fréttinni hér fyrir neðan má sjá leikjaniðurröðunina.  Allir drengirnir sem hafa verið að æfa eru í liðinu, en þeir sem hafa verið duglegir að mæta á æfingar munu njóta góðs af því og fá meiri spilatíma.

Það er mæting í Rimaskóla 11:45 á laugardag og 9:15 á sunnudag.  Ég vil að allir séu tilbúnir, klæddir í búning hálftíma fyrir leik.  Eftirfarandi þarf að hafa með sér um helgina:
  • Keppnisbúning (þeir sem eiga ekki búning, fá búning hjá mér.)
  • Skór og sokkar
  • Vatnsbrúsi
  • Nesti á milli leikja, samloka, ávöxtur eða eitthvað annað holt (ekki sælgæti eða gos)
Ef einhver á vandræðum með að komast í Rimaskóla, hafið samband við mig eða annað foreldri sem fer á bíl.

No comments:

Post a Comment