Hópurinn var mættur snemma morguns á Ásvelli á leið til Keflavíkur í flug til Svíþjóðar. Við innritunina kom í ljós að það var gjald ef einhver var með meira en 1 tösku. Hópurinn var með 1 auka tösku og því var ákveðið við innritunina að taka sjúkratöskuna með sem handfarangur, þannig að ekki þyrfti að borg 5.700 kr. fyrir auka tösku, sluppum þar. Áfram var haldið og farið í gegnum tollskoðun og við þá stoppaðir á nýjan leik. En í sjúkratöskunni var ýmislegt með með meira en 100 ml af vökva og skæri o.fl. Ívar var kallaður til, en nafn hans fer víða. Hann þekkti að sjálfsögðu tollvörðinn, sem var fyrrverandi leikmaður úr körfunni og fékk að fara í gegn með það sem flestir aðrir fá ekki tækifæri á.
Við lentum í Stokkhólmi rétt fyrir hádegið og vel gekk að fá töskurnar og koma sér út fyrir flugstöðina. Eftir stutta bið komu tveir 8 manna bílar að sækja hópinn, þar sem haldið var til Södertalje. Þar gátum við geymt töskurnar okkar í íþróttahúsinu, sem er við hliðina á skólanum sem við gistum í. Hópurinn var orðinn nokkuð svangur og við röltum niður í bæ sem er í um 10-15 mínútna fjarlægð. Strikið var tekið beint á Mcdonalds þar sem allir tóku vel til matar síns. Eftir það var frjáls tími þar sem möguleiki var að kíkja aðeins í búðir, en drengirnir höfðu mikinn áhuga á því.
Eftir bæjarröltið var farið aftur upp í íþróttahús, setið og spjallað fram að kvöldmat. Á matseðli kvöldsins var kebab hash, einhvers konar kjöt og kartöfluréttur ásamt ýmsu salati. Allir borðuðu eitthvað en þó mismikið.
Við fengum afhenta skólastofuna eftir matinn og þangað var haldið. Þessa stundina erum við búnir að koma fyrir svefnaðstöðunni og flestir komnir í rólegheit, spenntir fyrir næsta degi.
Myndir koma inn seinna.
Gaman að fá fréttir :)
ReplyDeleteÁFRAM HAUKAR!
B.kv.
Guðrún Helga