Friday, March 29, 2013

Fyrsta leik lokið

Strákarnir voru vaktir um kl. 8:30 í morgun, en fyrsti leikurinn á dagskránni var áætlaður kl. 11:20.  Vel gekk að vekja hópinn og allir tilbúnir í að fara keppa fyrsta leikinn.  Allir borðuðu vel í morgunmatnum, en þar var boðið uppá morgunkorn, rúnstykki, skinku og ost, ásamt ágætu úrvali af drykkjum.

Til að komast á leikstað þá þurfti að taka rútu og ferðin þangað um 10 mínútur.  Rútan fór frá gististað um kl. 10:15 og vorum við mættir tímanlega í leikinn.  Smá töf var á að leikurinn gæti hafist, en leikurinn á undan hafði farið seinna af stað.  Við vorum að fara mæta mjög góðu liði, sem heitir Uppsala.  En þetta lið er Svíþjóðarmeistari og lenti í 2. sæti í Scania cup á síðasta ári.

Leikurinn fór vel af stað, við skoruðum fyrstu 4 stigin í leiknum og vorum komnir í 4-0, en það var í eina skiptið í leiknum sem við leiddum.  Uppsala pressaði allan fyrri hálfleikinn og áttu okkar drengir erfitt uppdráttar gegn mjög góðri pressu.  Hægt og bítandi misstum við því trúna á geta strítt þeim eitthvað og bilið jókst.  Þegar uppi var staðið þá töpuðum við með um 60 stiga mun, sem er of mikið, við hefðum getað gert betur.  En það verður ekki af Uppsala tekið að þeir eru með hörku gott lið og gaman að hafa haft tækifæri að spila á móti svo sterku liði.

Nú tekur við hádegismatur hjá okkur og svo hvíld fram að næsta leik.  Hvíldin felst í því að vera á gistisvæðinu, taka því rólega í stofunni okkar eða að kíkja á leiki í íþróttahúsinu.  En það er spilað í þremur sölum hér á þeim stað sem við gistum.

Það eru komnar myndir inn á síðuna okkar, https://picasaweb.google.com/haukarkarfa9899/Scaniacup1.

3 comments:

  1. hér er hægt að sjá stöðuna og skoða stat http://scania.cups.nu/2013/result/arena/1354656/1#results

    ReplyDelete
  2. Frábært að fá blogg um ferðina og myndirnar líka. Gangi ykkur vel í næstu leikjum - :)
    kveðja Jóhanna

    ReplyDelete
  3. Takk fyrir þetta, gaman að geta fylgst með úrslitunum. Hvernig sem fer þá koma strákarnir ekkert smá reynslunni ríkari heim!

    Baráttukveðjur :)
    Guðrún Helga

    ReplyDelete