Monday, September 20, 2010

Æfingaleikurinn við Stjörnuna í gær

Í gær spiluðum við æfingaleik við Stjöruna í Garðabæ. Við mættum með 12 manna lið, þar sem spilatíma var skipt nokkuð jafnt á milli allra leikmanna. Leikurinn endaði með sigri Stjörnumanna og nokkuð greinilegt að þeir eru komnir lengra í sínum undirbúningi fyrir veturinn. Okkar strákar eiga margt eftir ólært sem unnið hefur verið að á síðustu æfingum og verður gert áfram á komandi æfingum. Strákarnir eru þó áhugasamir og ég veit að þeir eiga eftir að ná tökum á því sem við erum að byggja upp og standa sig vel í vetur.

No comments:

Post a Comment