Nú er fyrsta vikan liðin og 4 æfingar búnar. Á þessar æfingar hafa 12 strákar mætt og margir þeirra með 100% mætingu enn sem komið er.
Áherslan fyrstu vikuna hefur verið lögð á knattrak og má merkja strax framfarir í þeim æfingum sem lagðar hafa verið fyrir. Strákarnir hafa verið duglegir og lagt sig fram við æfingarnar.
Í næstu viku verða fáir á æfingunum, þar sem Hvaleyrarskóli er að fara í bekkjarferð, en helmingur þeirra drengja sem eru í 7. flokki fara í þessa ferð, alls 6 strákar.
Næstu 2 vikurnar verður lögð áhersla á skottækni og sóknarleik, ásamt því að stillt verður upp ýmsum leikjum er lúta að þessum atriðum.
Minni á blöðin sem dreift var á fyrstu æfingunum, ég á eftir að fá mörg þeirra til baka.
Sunday, September 5, 2010
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment