Tuesday, February 28, 2012

Gestaþjálfaravika

Næstu 3 æfingarnar verða undir stjórn annars þjálfara.  En eftirfarandi aðilar munu stýra þessum æfingum:
  • Miðvikudagur 29. febrúar, kl. 20:00-21:30, Pétur Rúðrik Guðmundsson
  • Föstudagur 2. mars, kl. 16:00-17:00, Ívar Ásgrímsson
  • Sunnudagur 4. mars, kl. 17:30-19:00, Henning Henningsson

Sunday, February 26, 2012

Haukar - Keflavík, æfingaleikurinn í dag

Það voru 7 sprækir Haukastrákar sem mættu í æfingaleikinn á móti Keflavík, Anton, Daði, Ernir, Kári, Magni, Siggi og Yngvi.  Við byrjuðum ragir og smeykir við lið Keflavíkur, sem að pressuðu okkur og ýttu okkur út úr stöðum.  Keflavík náði því góðu forskoti í fyrsta leikhluta.  Alls voru spilaðir 6 tíu mínútna leikhlutar, þar sem leiktíminn skiptist jafnt á milli allra 7 leikmannanna.  Ef undanskilinn er fyrsti leikhlutinn þá var leikurinn nánast jafn.  Strákarnir sýndu mikinn karakter og spiluðu  vel síðustu 5 leikhlutana.  Strákarnir létu ekki lengur ýta sér, heldur tóku vel á móti þeim.  Spiluðu enn fastar í vörninni, sem gerði Keflvíkingunum oft á tíðum erfitt fyrir.  Þegar uppi var staðið var leikurinn jafn í 5 af þessum 6 leikhlutum, sem er vel að verki staðið á móti liði sem hefur verið í öðru og þriðja sæti A riðils í vetur.

Friday, February 24, 2012

Æfingaleikur á sunnudaginn

Nk. sunnudag verður æfingaleikur við Keflavík á æfingunni okkar kl. 11:30 - 13:00 á Ásvöllum.

Bikarúrslit í handbolta, Haukar - Fram

Nú nálgast stóra stundin óðum hjá Haukafjölskyldunni, á laugardag kl.16:00 leikum við í bikarúrslitaleik karla í handbolta gegn Fram í Laugardalshöllinni.
Á heimili okkar í Schenkerhöllinni á Ásvöllum verður mikið um dýrðir og hefst dagskráin kl.12:00 í hádeginu á leikdag. Boðið verður upp á leiki og sprell fyrir krakkana ásamt andlitsmálun. Haukabolir í barna- og fullorðinsstærðum verða seldir á 500 kr. og síðast en ekki sýst verður forsala aðgöngumiða á leikinn. Miðinn fyrir 13 ára og eldri kostar 1500 kr. en frítt er fyrir 12 ára og yngri.
Að dagskrá lokinni um kl.14:30 býður Hafnarfjarðarbær stuðningsmönnum Hauka upp á fríar rútuferðir á leikinn og til baka á Ásvelli eftir leik!
Mætum öll og eigum saman gleðilegan dag og styðjum strákana okkar til sigurs!

Tuesday, February 21, 2012

Æfing sunnudaginn 26. febrúar kl. 11:30-13:00

Það var fámennt en góðmennt hjá okkur á æfingu síðast liðinn sunnudag.  Eins og kom fram hér á blogginu eru sunnudags æfingarnar í febrúar á öðrum tíma en venjulega.  Næst komandi sunnudag, 26. febrúar, verður æfingin kl. 11:30-13:00 á Ásvöllum.  Aðrar æfingar í vikunni eru á sama tíma og venjulega.

Tuesday, February 14, 2012

Íbúagáttin, tilkynning frá íþróttastjóra

Síðasti dagur til að skrá í íbúagáttina og fá styrk fyrir vorönn er á morgun 15.feb. á miðnætti.
Um að gera að nýta sér þennan góða styrk frá Hafnarfjarðarbæ.

Monday, February 13, 2012

Undanúrslit í bikar, Njarðvík - Haukar

Það verða sætaferðir frá Ásvöllum kl. 18:30 á leik Njarðvíkur og Hauka í undanúrslitum Powerade bikarsins.  Leikurinn fer fram í Njarðvík.

Saturday, February 11, 2012

Æfing á morgun sunnudag kl. 10

Æfingin á morgun sunnudaginn 12. febrúar verður kl. 10:00 - 11:00 á Ásvöllum.

Monday, February 6, 2012

Íbúagáttin opin 1.-15. febrúar

Munið að skrá strákana í íbúagáttina vegna niðurgreiðslu bæjarins á æfingagjöldunum.  Íbúagáttin opnaði þann 1. febrúar og er opin til og með 15. febrúar, skráningin er fyrir æfingatímabilið janúar - maí 2012 (sjá nánar hafnarfjordur.is).

Sunday, February 5, 2012

Haukar - Sindri

Í dag fór fram frestaði leikurinn á móti Sindra.  Leikurinn var úrslitaleikur um hvort liðið tækist að komast upp í B-riðil.

Leikurinn fór hægt af stað og gekk okkur nokkuð erfiðlega að koma boltanum ofan í körfuna, þrátt fyrir góð færi oft á tíðum.  Staðan eftir fyrsta leikhluta var 5-5, leikur hinna sterku varna.  Sama var uppi á teningnum í öðrum leikhluta, sóknin var stirð, en vörnin var í ágætu lagi.  Sindra menn skoruðu þó nokkrar góðar körfur og leiddu í hálfleik 8-12, lítið skorað.  Í seinni hálfleik áttum við ágæta rispu og náðum að komast yfir 15-14.  En Sindra menn áttu síðasta hluta þriðja leikhlutans og skoruðu 8 stig í röð, þar af 2 3ja stiga körfur.  Útlitið var því ekkert allt of bjart, en Sindri leiddi með 7 stigum fyrir síðasta leikhlutann eða 15-22.  Sá munur hélst sá sami fyrstu mínúturnar, en síðan fóru okkar drengir smám saman að saxa á forskotið.  Við náðum að minnka muninn í 1 stig í stöðunni 25-26.  Sindri bætti við svo 1 stigi og jók muninn í 2 stig og um 2 mínútur eftir af leiknum.  Við skoruðum þó síðustu 4 stig leiksins og tókst að innbyrða sætan sigur og tryggja okkur upp um riðil.  Strákarnir hafa oft leikið betur og skotin oft ratað betur ofan í körfuna.  En baráttan og viljinn til að vinna vantaði alls ekki.  Það var því fyrst og fremst baráttan sem skilaði sigrinum í lokin.  Vítanýtingin okkar var ekki góð í leiknum, en við nýttum ekki nema 3 af 12 vítum, eða 25%, þar af fóru öll 6 vítin forgörðum í lok leiksins.  Stigin skiptust eftirfarandi:  Siggi 10, Anton 6, Yngvi (Óskars) 6, Daði 2, Ernir 2, Logi 2 og Kári 1.  Vert er að endurtaka það að allir 11 strákarnir sem tóku þátt í leiknum sýnda frábæra baráttu og hvöttu liðið hvort sem þeir voru inná vellinum eða ekki.

Wednesday, February 1, 2012

Frestaði leikurinn við Sindra

Við munum spila við Sindra laugardaginn 4. febrúar kl. 12:15 í Bjarkarhúsinu.  Það er mæting kl. 11:45 og við komumst í salinn kl. 12:00.

Mikilvægt að fá góða mætingu á æfingarnar sem eru framundan.  Það voru ekki nema 7 sem að mættu á æfingu í gær.