Sunday, February 26, 2012
Haukar - Keflavík, æfingaleikurinn í dag
Það voru 7 sprækir Haukastrákar sem mættu í æfingaleikinn á móti Keflavík, Anton, Daði, Ernir, Kári, Magni, Siggi og Yngvi. Við byrjuðum ragir og smeykir við lið Keflavíkur, sem að pressuðu okkur og ýttu okkur út úr stöðum. Keflavík náði því góðu forskoti í fyrsta leikhluta. Alls voru spilaðir 6 tíu mínútna leikhlutar, þar sem leiktíminn skiptist jafnt á milli allra 7 leikmannanna. Ef undanskilinn er fyrsti leikhlutinn þá var leikurinn nánast jafn. Strákarnir sýndu mikinn karakter og spiluðu vel síðustu 5 leikhlutana. Strákarnir létu ekki lengur ýta sér, heldur tóku vel á móti þeim. Spiluðu enn fastar í vörninni, sem gerði Keflvíkingunum oft á tíðum erfitt fyrir. Þegar uppi var staðið var leikurinn jafn í 5 af þessum 6 leikhlutum, sem er vel að verki staðið á móti liði sem hefur verið í öðru og þriðja sæti A riðils í vetur.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment