Í dag fór fram frestaði leikurinn á móti Sindra. Leikurinn var úrslitaleikur um hvort liðið tækist að komast upp í B-riðil.
Leikurinn fór hægt af stað og gekk okkur nokkuð erfiðlega að koma boltanum ofan í körfuna, þrátt fyrir góð færi oft á tíðum. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 5-5, leikur hinna sterku varna. Sama var uppi á teningnum í öðrum leikhluta, sóknin var stirð, en vörnin var í ágætu lagi. Sindra menn skoruðu þó nokkrar góðar körfur og leiddu í hálfleik 8-12, lítið skorað. Í seinni hálfleik áttum við ágæta rispu og náðum að komast yfir 15-14. En Sindra menn áttu síðasta hluta þriðja leikhlutans og skoruðu 8 stig í röð, þar af 2 3ja stiga körfur. Útlitið var því ekkert allt of bjart, en Sindri leiddi með 7 stigum fyrir síðasta leikhlutann eða 15-22. Sá munur hélst sá sami fyrstu mínúturnar, en síðan fóru okkar drengir smám saman að saxa á forskotið. Við náðum að minnka muninn í 1 stig í stöðunni 25-26. Sindri bætti við svo 1 stigi og jók muninn í 2 stig og um 2 mínútur eftir af leiknum. Við skoruðum þó síðustu 4 stig leiksins og tókst að innbyrða sætan sigur og tryggja okkur upp um riðil. Strákarnir hafa oft leikið betur og skotin oft ratað betur ofan í körfuna. En baráttan og viljinn til að vinna vantaði alls ekki. Það var því fyrst og fremst baráttan sem skilaði sigrinum í lokin. Vítanýtingin okkar var ekki góð í leiknum, en við nýttum ekki nema 3 af 12 vítum, eða 25%, þar af fóru öll 6 vítin forgörðum í lok leiksins. Stigin skiptust eftirfarandi: Siggi 10, Anton 6, Yngvi (Óskars) 6, Daði 2, Ernir 2, Logi 2 og Kári 1. Vert er að endurtaka það að allir 11 strákarnir sem tóku þátt í leiknum sýnda frábæra baráttu og hvöttu liðið hvort sem þeir voru inná vellinum eða ekki.
Sunday, February 5, 2012
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment