Wednesday, November 30, 2011

Söludagur Errea

Fimmtudaginn 1.des. verður söludagur Errea frá kl. 17:00-19:00 hér í Shenkerhöllinni (Ásvöllum).

Sunday, November 27, 2011

Æfingaleikur frestast um viku

Æfingaleikurinn sem vera átti á morgun frestast um eina viku, þar sem að æfingatíminn hjá 8. flokki Grindavíkur fellur niður vegna leiks Grindavíkur og Hauka í deildarbikarnum.

Friday, November 25, 2011

Æfingaleikur við Grindavík 28. nóvember

Við munum spila æfingaleik við Grindavík þann 28. nóvember.  Leikurinn verður í Grindavík á æfingatíma þeirra, sem er frá kl. 18:20 - 19:30.  Það er mæting á Ásvelli kl. 17:30, mig vantar a.m.k. 3 foreldra til að keyra.  Bensínkostnaður á hvern dreng verður 500 kr. og greiðist bílstjórum beint.

Thursday, November 24, 2011

Haukar - Tindastóll í kvöld

Það er stórleikur hjá meistaraflokki Hauka í kvöld.  Hvet alla strákana til að mæta, http://haukar.is/images/leikjaauglysingar/h-tindastoll.jpg

Thursday, November 17, 2011

Afmælisjólabingó

Afmælisjólabingó og fjölskyldkaffi sunnudaginn 20 nóvember kl. 13:30 í veislusalnum á ásvöllum

Nú bjóðum við alla stórfjölskylduna velkomna í sunnudagskaffi og bingó. Fjöldi stórglæsilegra vinninga fyrir alla fjölskylduna.   Meðal vinninga er gjafabréf á  Hótel Hvolsvöll, Gjafbréf í Go kart, Sælgætiskröfur frá Góu, Bensínúttekt frá Olís, Gjafbréf frá Carita snyrtingu, Jólahlaðborð á Fjörukránni, Gjafabréf frá Hress, vinningar frá Fjölsport, Gjafabúðinni Glugganum,  Hjólaspretti, út að borða frá fjölda veitingastaða og margt margt fleira

Spjaldið kostar 500 kr. og hægt er að fá 4 spjöld á 1.500 kr.

Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir

Breyttur æfingatími næstu helgi

Það verður engin æfing næsta sunnudag (20. nóv), en í staðinn verður æfing kl. 16-17 á laugardag (19.nóv) í Hraunvallaskóla.

Wednesday, November 16, 2011

Íslandsmótið á Akureyri 12.-13. nóvember

Það voru galvaskir drengir mættir 7:15 á laugardagsmorgni á Ásvelli til að fara að keppa á Akureyri.  Ferðin norður gekk vel og vorum við mættir rúmum klukkutíma fyrir fyrsta leik.

Fyrsti leikurinn var á móti heimamönnum frá Akureyri.  Drengirnir okkar byrjuðu leikinn vel og leiddu eftir fyrsta fjórðung 12-6, áfram jókst munurinn og í hálfleik var staðan 20-11.  Strákarnir voru að spila vel, bæði í vörn og sókn.  Áfram héldum við góðum leik og má segja að úrslitin hafi verið ráðin eftir þrjá leikhluta, en þá var munurinn kominn upp í 19 stig eða 36-17.  Við slökuðum helst til mikið á í fjórða leikhluta, en engu að síður öruggur 16 stiga sigur eða 41-25.  Stigaskorið var eftirfarandi: Anton 17 (1/1 í vítum), Kári 7 (1/2 í vítum), Logi 6, Daði 5, Magni, 2, Gulli 2 og Eiður 2.  Það fengu allir 13 strákarnir að spila í þessum leik.  Vítin voru ekki mörg í þessum leik, en vel nýtt 2 af 3 ofan í eða 67%.

Næsti leikur var á móti Sindra sem mættu grimmir til leiks og gerðu okkur erfitt fyrir.  Sindramenn leiddu eftir fyrsta fjórðung 7-11 og juku muninn í þeim næsta og hálfleikstölurnar voru 11-19, lítð að ganga upp í okkar sóknarleik.  Áfram var sóknarleikurinn stirður og okkur gekk illa að vinna upp forskot þeirra, en staðan að þriðja leikhluta loknum var 21-28.  Í fjórða leikhluta náðum við hins vegar að sýna betri leik og skoruðum fyrstu 7 stig leikhlutans og jöfnuðum leikinn 28-28 og aftur var jafnt 34-34.  En lengra komumst við ekki Sindramenn áttu síðustu körfuna og unnu leikinn 34-36.  Stigaskorið var eftirfarandi:  Yngvi Óskars 7 (1/2 í vítum), Logi 7 (3/4 í vítum), Daði 5, Magni 4, Kári 4 (1/4 í vítum), Bjarki 2, Eiður 2, Jökull 2 og Anton 2 (0/4 í vítum).  Vítanýtingin var okkur dýrkeypt í þessum leik, en það fóru eingöngu 5 af 14 ofan í eða 36%.

Fyrri leikur sunnudagsins var á móti Val.  Sóknaleikurinn var stirður í fyrsta leikhluta og okkur gekk illa að koma boltanum ofan í körfuna.  Valur leiddi með 6 stiga mun eða 4-10.  Allt annað var að sjá leik okkar í öðrum leikhluta og við náðum að komast yfir og leiða með 1 stigi í hálfleik eða 14-13.  Seinni hálfleikur var mun betri í þriðja leikhluta náðum við að auka muninn í 5 stig eða 22-17.  Sigurinn var síðan aldrei í hættu í fjórða leikhluta og endaði leikurinn 35-25.  Stigaskorið var eftirfarandi:  Kári 13 (1/4 í vítum), Daði 4 (1/2 í vítum), Anton 4 (0/2 í vítum), Eiður 2, Jökull 2, Gulli 2, Logi 2 og Magni 2.  Vítanýtingin var 2 af 8 eða 25%.

Þegar hér var komið við sögu var ljóst að sigurvegarinn úr síðasta leiknum myndi vinna riðilinn og koma sér upp um riðil.  Nú var komið að því að mæta sameiginlegu liði Skallagríms og Reykdæla, sem spila undir merkjum þess síðar nefnda.  Leikurinn var jafn í fyrsta leikhluta, og nánast jafnt á öllum tölum, leikhlutinn endaði 9-10 andstæðingunum í vil.  Í öðrum leikhluta komust við yfir 11-10, en eftir það hrökk allt í baklás. Reykdælir gengu á lagið og skoruðu næstu 10 stigin og leiddu því í hálfleik  11-20.  Áfram héldu Reykdælir að bæta við forskotið í upphafi þriðja leikhluta og komust í 12-24.  Þá kom ágætur kafli hjá okkur, þar sem við skoruðum 7 stig á móti 2 og leikhlutinn endaði 19-26, 7 stiga munur.  Í fjórða leikhluta náðum við að minnka muninn í 6 stig en nær komust við ekki.  Reykdælir skoruðu síðustu 6 stig leiksins og unnu leikinn 22-34.  Stigaskorið var eftirfarandi: Yngvi Óskars 8, Daði 5 (0/4 í vítum), Logi 3 (1/4 í vítum), Anton 2 (2/4 í vítum), Kári 2 og Bjarki 2.  Vítanýtingin var ekki góð eða 3 ofaní af 12 eða 25%.

Heildarstigaskorið er því eftirfarandi:
Anton 25 (3/11 í vítum, 27%)
Kári 25 (3/10 í vítum 30%)
Daði 19 (1/6 í vítum 17%)
Yngvi Óskars (1/2 í vítum 50%)
Logi 18 (4/8 í vítum 50%)
Magni 8
Eiður 6
Bjarki 4
Jökull 4
Guðlaugur 4

Á heildina litið voru strákarnir að standa sig vel varnarlega, enda erum við ekki að fá okkur nema mest 36 stig í leik.  Sóknarleikurinn hefur hins vegar oft verið betri og færin sem við fengum vorum við ekki að nýta vel.  Heildarvítanýtingin var einnig slök eða 12 ofan í af 37 eða 32%.  Áherslur næstu vikurnar eru því augljósar, sóknarleikur, víti og skot eru hlutir sem við þurfum að leggja rækt við.

Wednesday, November 9, 2011

Akureyri 12.-13. nóvember

Mæting er á Ásvöllum kl. 7:15 á laugardaginn 12. nóvember, lagt af stað ekki seinna en 7:30, fyrsti leikur er kl. 14:00.

Ferðakostnaður er 6.500 (bílaleigubíll, gisting og pizzur (og drykkir) á laugardagskvöld).  Ég geri ráð fyrir að allir 14 strákarnir sem hafa verið að mæta undanfarið fari með, ef það eru einhver forföll þá hefur það áhrif á kostnaðinn.  Þessir 14 eru: Anton, Bjarki, Daði, Eiður, Ernir, Guðlaugur, Kári, Jökull, Logi, Magni, Pétur, Siggi, Yngvi Óskars og Yngvi Óðins.  Ef það eru einhver forföll, þá þarf ég að fá að vita það sem fyrst.

Farið verður á 15 manna bílaleigubíl og einnig mun Ketill (pabbi hans Kára) fara á bíl.

Strákarnir þurfa að nesta sig upp með hollu fæði fyrir hinar máltíðir helgarinnar, ætla að taka með 2 samlokugrill sem þeir geta notað.  Við höfum EKKI aðgang kæli, örbylgjuofni eða einhverju slíku.

Innangengt er úr skólanum í íþróttasalinn, þannig að þægilegt er að hafa aðsetur í stofunni okkar á milli leikja.

Taka með:
  • Keppnisbúning (rauðar stuttbuxur og bol) (ATH ég mæti líka með búninga)
  • Íþróttasokka fyrir báða dagana
  • Körfuboltaskó
  • Vatnsbrúsa
  • 6.500 kr.
  • Handklæði
  • Tannbursta+tannkrem
  • Svefnpoka/sæng+kodda
  • Dýnu
  • Spil, bók eða annað afþreyingarefni
  • Holt nesti fyrir hádegismat, síðdegishressingu á laugardeginum + morgunmat og hádegismat á sunnudegi (t.d. skyr, jógúrt, samlokur, svala, safar, ávextir). Sælgæti er ekki í boði.

Monday, November 7, 2011

Litla Björk

Þriðjudaginn 8. nóvember verður haldin haustskemmtun 8. flokks. Ákveðið hefur verið að taka litlu björk á leigu. Tíminn okkar í litlu björk er frá 20:30-21:30, kostnaður á hvern dreng eru 1.000 kr.

Saturday, November 5, 2011

Æfingaleikurinn við Grindavík fellur niður

Æfingaleikurinn sem átti að vera nk. mánudag fellur niður, vegna leikhúsferðar fermingarbarna í Grindavík.

Thursday, November 3, 2011

Frítt á leikinn föstudagskvöld

Það verður frítt á leikinn hjá meistarflokki karla, Haukar - Fjölnir.  Leikurinn verður á morgun föstudag kl. 19:15.

Æfingaleikur við Grindavík 7. nóvember

Við munum spila æfingaleik við Grindavík þann 7. nóvember.  Leikurinn verður í Grindavík á æfingatíma þeirra, sem er frá kl. 18:20 - 19:30.  Það er mæting á Ásvelli kl. 17:30, mig vantar a.m.k. 2 foreldra til að keyra.  Bensínkostnaður á hvern dreng verður 500 kr. og greiðist bílstjórum beint.

Æfingaleikurinn við KR

Í gærkvöldi spiluðum við æfingaleik á móti KR, sem hefur á að skipa einu sterkasta liði landsins í þessum árgangi.  Glögglega mátti sjá að KR-ingar standa okkur framar í getu inná körfuboltavellinum.  En okkar strákar sýndu ágæta takta á köflum og stóðu vel í þeim.  Gaman var að sjá að allir lögðu sig fram við að gera sitt besta og höfðu gaman að því að spila, þó svo að vera nokkuð undir í leiknum.  Það voru mættir 12 Haukastrákar að spila leikinn og spilatímanum var skipt nokkuð jafnt á milli allra leikmanna.  Held því að vel hafi tekist til og drengirnir okkar geta með eljusemi og vinnu, náð enn lengra og veitt bestu liðunum harða samkeppni.

Wednesday, November 2, 2011

Breytingar á æfingatöflu

Frá og með deginum í dag tekur gildi breyting á æfingatöflunni.  Breytingin er sú að mánudagsæfingin dettur út og í staðinn kemur æfing á þriðjudögum kl. 18-19 í Hraunvallaskóla.

Ástæðan fyrir þessari breytingu er að koma til móts við þann hóp sem æfir bæði körfubolta og fótbolta.  Samhliða þessu verður föstudagsfótboltaæfingin hjá ´98 strákunum færð til kl. 17.  Það verður því ekkert mál fyrir fótboltastrákana að hætta korter fyrr til að geta náð báðum æfingunum.  Geri líka ráð fyrir því að þeir séu velkomnir á fótboltaæfinguna korter eftir að hún byrjar, Freyr veit af þessum hópi sem æfir líka körfubolta.