Ferðakostnaður er 6.500 (bílaleigubíll, gisting og pizzur (og drykkir) á laugardagskvöld). Ég geri ráð fyrir að allir 14 strákarnir sem hafa verið að mæta undanfarið fari með, ef það eru einhver forföll þá hefur það áhrif á kostnaðinn. Þessir 14 eru: Anton, Bjarki, Daði, Eiður, Ernir, Guðlaugur, Kári, Jökull, Logi, Magni, Pétur, Siggi, Yngvi Óskars og Yngvi Óðins. Ef það eru einhver forföll, þá þarf ég að fá að vita það sem fyrst.
Farið verður á 15 manna bílaleigubíl og einnig mun Ketill (pabbi hans Kára) fara á bíl.
Strákarnir þurfa að nesta sig upp með hollu fæði fyrir hinar máltíðir helgarinnar, ætla að taka með 2 samlokugrill sem þeir geta notað. Við höfum EKKI aðgang kæli, örbylgjuofni eða einhverju slíku.
Innangengt er úr skólanum í íþróttasalinn, þannig að þægilegt er að hafa aðsetur í stofunni okkar á milli leikja.
Taka með:
- Keppnisbúning (rauðar stuttbuxur og bol) (ATH ég mæti líka með búninga)
- Íþróttasokka fyrir báða dagana
- Körfuboltaskó
- Vatnsbrúsa
- 6.500 kr.
- Handklæði
- Tannbursta+tannkrem
- Svefnpoka/sæng+kodda
- Dýnu
- Spil, bók eða annað afþreyingarefni
- Holt nesti fyrir hádegismat, síðdegishressingu á laugardeginum + morgunmat og hádegismat á sunnudegi (t.d. skyr, jógúrt, samlokur, svala, safar, ávextir). Sælgæti er ekki í boði.
No comments:
Post a Comment