Thursday, November 3, 2011

Æfingaleikurinn við KR

Í gærkvöldi spiluðum við æfingaleik á móti KR, sem hefur á að skipa einu sterkasta liði landsins í þessum árgangi.  Glögglega mátti sjá að KR-ingar standa okkur framar í getu inná körfuboltavellinum.  En okkar strákar sýndu ágæta takta á köflum og stóðu vel í þeim.  Gaman var að sjá að allir lögðu sig fram við að gera sitt besta og höfðu gaman að því að spila, þó svo að vera nokkuð undir í leiknum.  Það voru mættir 12 Haukastrákar að spila leikinn og spilatímanum var skipt nokkuð jafnt á milli allra leikmanna.  Held því að vel hafi tekist til og drengirnir okkar geta með eljusemi og vinnu, náð enn lengra og veitt bestu liðunum harða samkeppni.

No comments:

Post a Comment