Wednesday, November 2, 2011

Breytingar á æfingatöflu

Frá og með deginum í dag tekur gildi breyting á æfingatöflunni.  Breytingin er sú að mánudagsæfingin dettur út og í staðinn kemur æfing á þriðjudögum kl. 18-19 í Hraunvallaskóla.

Ástæðan fyrir þessari breytingu er að koma til móts við þann hóp sem æfir bæði körfubolta og fótbolta.  Samhliða þessu verður föstudagsfótboltaæfingin hjá ´98 strákunum færð til kl. 17.  Það verður því ekkert mál fyrir fótboltastrákana að hætta korter fyrr til að geta náð báðum æfingunum.  Geri líka ráð fyrir því að þeir séu velkomnir á fótboltaæfinguna korter eftir að hún byrjar, Freyr veit af þessum hópi sem æfir líka körfubolta.

No comments:

Post a Comment