Sunday, November 28, 2010

Helgin

4 leikir voru spilaðir um helgina, sá fyrst var gegn heimaliðinu Reykdælum. Okkar drengir fóru hægt á stað og voru nokkuð lengi að finna sig, en enduðu fyrri hálfleikinn vel og leiddu með 2 stigum. Seinni hálfleikurinn var hins vegar ekki góður og sóknarleikurinn stirður. Leikurinn endaði með 12 stiga tapi 39-27. Vítanýting liðsins 4/8, eða 50%. Stigaskorið dreifðist eftirfarandi: Anton 7, Siggi 7, Daði 5, Eiður 2, Gulli 2, Logi 2 og Yngvi 2, einnig spiluðu Bjarki, Jökull og Magni. Fannar og Pétur fóru ekki inná.

Seinni leikur laugardagsins var gegn Fjölnismönnum. Þetta varð hörkuleikur og ágætlega leikinn af báðum liðum. Okkar drengir leiddu með 3 stigum fyrir lokaleikhlutann, en náðu ekki að fylgja því eftir. Leikurinn endaði með 4 stiga tapi, 48-44. Vítanýting liðsins 4/13, eða 31%. Stigaskorið dreifðist eftirfarandi: Anton 13, Siggi 13, Daði 7, Jökull 4, Logi 4, Yngvi 2 og Magni 1, einnig spiluðu Eiður, Bjarki og Gulli. Pétur og Fannar fóru ekki inná.

Fyrsti leikur sunnudagsins var kl. 9 að morgni, eftir að strákarnir höfðu þurft að leggja af stað 2 tímum áður frá Hafnarfirði. Það tók nokkurn tíma að koma sér af stað, en okkar drengir leiddu með 1 stigi í hálfleik. Drengirnir sýndu allar sínar bestu hliðar í 3ja leikhluta og leiddu með 19 stiga mun eftir leikhlutann, þ.e. unnu leikhlutann 21-3. Leikurinn endaði síðan með öruggum 15 stiga sigri, 38-23. Vítanýting liðsins var 6/11 eða 55%. Stigaskorið dreifðist eftirfarandi: Daði 12, Anton 9, Yngvi 8, Siggi 4, Logi 4 og Magni 1. Allir fengu að spila í þessum leik.

Seinni leikur sunnudagsins var á móti FSU. Varnarleikur liðsins datt niður á nokkuð lágt plan, m.v. fyrri leiki. Við leiddum þó með 1 stigi í hálfleik og 2 stigum fyrir síðast leikhlutann. Þegar 5 mínútur voru eftir að leiknum var staðan 43-40 okkar drengjum í vil. En FSU átti síðustu 11 stigin og unnu því leikinn með 8 stiga mun, 51-43. Vítanýting liðsins var 7/13 eða 54%. Stigaskorið dreifðist eftirfarandi: Siggi 13, Anton 8, Daði 6, Logi 6, Bjarki 2 og Jökull 2, Fannar, Magni og Gulli spiluðu einnig, en Eiður og Pétur fóru ekki inná í þessum leik.

Við munum því spila í B riðli áfram í næsta fjölliðamóti, sem verður 12.-13. febrúar.

Saturday, November 27, 2010

Mæting seinni dagur

Það er mæting heima hjá bílstjóranum í fyrramálið kl. 7:00, lagt af stað ekki seinna en 7:10. Drengirnir skiptast á eftirfarandi bíla:

Marel Hörgsholti 35
- Magni
- Bjarki
- Pétur
- Siggi

Bragi Háukinn 6
- Logi
- Anton
- Daði
- Fannar Logi

Helena Suðurbraut 6
- Yngvi
- Gulli

Síðan endum við mótið á sundi, allir að muna eftir að taka sundfötin með.

Friday, November 26, 2010

Mæting í fyrramálið

Þá liggur fyrir að allir komast með. Það er mæting heima hjá bílstjóranum í fyrramálið kl. 8:20, lagt af stað ekki seinna en 8:30. Drengirnir skiptast á eftirfarandi bíla:

Marel Hörgsholti 35
- Magni
- Bjarki
- Logi
- Pétur
- Siggi

Gísli Móbarði 14
- Gulli
- Anton
- Daði
- Fannar Logi

Helena Suðurbraut 6
- Yngvi
- Gunnar

Þeir sem mæta beint eru Jökull og Eiður (fóru í dag)

Wednesday, November 24, 2010

Íslandsmótið í Borgarnesi næstu helgi

Næstu helgi fer fram Íslandsmótið í Borgarnesi. Drengirnir þurfa að taka með sér nesti til að snæða á milli leikja, ávöxt og/eða samloku og svo vatn (eða annan drykk). Ekki er heimilt að taka með sér gosdrykki eða sælgæti.

Mæta þarf með búningana sína með sér, fyrir þá sem ekki eiga búning, þá mun ég verða með búning fyrir þá.

Á sunnudaginn stefnum við á að fara í sund eftir síðasta leikinn, vona að sem flestir hafi tök á því að skella sér með í laugina.

Tuesday, November 23, 2010

Íslandsmót næstu helgi 27.-28. nóvember

Önnur umferð Íslandsmótsins verður haldin næstu helgi í Borgarnesi og verða leikirnir á eftirfarandi tímum.

Laugardagur 27. nóvember
10:30 Haukar - Reykdælir
12:30 Haukar - Fjölnir

Sunnudagur 28. nóvember
9:00 Haukar - Breiðablik
12:00 Haukar - FSU

Allir þeir sem æfa hafa verið valdir í liðið til að keppa um helgina. Einn hefur látið vita að hann komist ekki vegna ferðalags. Það eru því 13 strákar sem eru í liðinu um helgina. Foreldrar þurfa að keyra drengjunum í leikina og þurfum við að skipta dögunum á milli okkar. Ég fer á bíl báða dagana og get tekið 6 drengi með mér. Það þarf því a.m.k. 2 bíla í viðbót hvorn daginn fyrir sig, fyrir hina 7. Endilega setjið inn comment á þessa frétt ef þið foreldrar getið farið á bíl og einnig þeir sem vantar far.

Íslandsmót um helgina 27.-28. nóvember

Annað fjölliðamótið í Íslandsmóti 7. flokksins er nú um helgina. Það er því miður ekki enn búið að ganga frá staðsetningu mótsins. Ég mun setja inn upplýsingar um stað og tíma um leið og ég hef fengið upplýsingar um það.

Friday, November 19, 2010

Njarðvík heimsótti okkur í gær

Strákarnir fengu fínan æfingaleik í gær á móti Njarðvík, sem er eitt besta lið landsins í þessum flokki um þessar mundir. En Njarðvík vann A-riðilinn örugglega í fyrstu umferð Íslandsmótsins. Okkar strákar voru að standa sig ágætlega gegn Njarðvíkingun og stóðu þeim ekki langt að baki. Ánægðastur var ég með kraftinn og baráttuna sem okkar drengir lögðu fram. Ef að sami kraftur heldur áfram á komandi æfingum, þá er ég ekki í vafa um að okkur eigi eftir að vegna vel í komandi keppnum.

Wednesday, November 17, 2010

Breyting á æfingaleiknum á morgun

Stjörnustrákarnir voru að boða forföll í leikinn á morgun, þar sem helmingur liðsins er í burtu (skíði og Reykir). Í staðinn ætla strákarnir úr Njarðvík að koma til okkar. Við tökum vel á móti þeim, frábært að þeir geti hlaupið í skarðið með dags fyrirvara. Æfingleikurinn er eins ákveðið hefur verið á Ásvöllum á æfingatíma 19:30-20:30.

Tuesday, November 16, 2010

Æfingaleikur 18. nóvember

Það verður æfingaleikur á Ásvöllum fimmtudaginn 18. nóvember á æfingunni kl. 19:30. Stjarnan úr Garðabæ kemur í heimsókn til okkar.

Saturday, November 13, 2010

Fjáröflun Körfuknattleiksdeildar Hauka

Til að mæta kreppunni þá efnir körfuknattleiksdeild Hauka til fjáröflunar þar sem allir félagar fá tækifæri til að taka þátt og leggja þannig sitt af mörkum til að vega upp tekjutap vegna minnkandi styrkja frá fyrirtækjum.

Nú seljum við hágæða WC pappír, eldhúspappír og hreinsipakka, allur ágóði sölunnar fer til að standa undir almennum rekstri deildarinnar.

Tveir söluhæstu einstaklingarnir fá í verðlaun iPod Nano 8GB af nýjustu gerð.
Skila þarf inn pöntunum fyrir 4. desember n.k. inná http://www.haukar.is undir Körfuknattsleikdeild og Skráning.

Upplýsingar um vörur:

WC rúllur Katrin Care
42 rúllur af hvítum pappír 50 metrar á rúllu (400 blaða)
Pakki kostar 3.800 kr.
ATH merktur með umhverfismerkinu græna svaninum

Eldhúsrúllur Katrin
32 rúllur af hágæðapappír 21 metri á rúllu
Pakki kostar 4.900 kr.
ATH merktur með umhverfismerkinu græna svaninum

Hreinspakki
Alhreinsir 750ml (Mystol spray)
WC hreinsir 1 ltr
Uppþvottalögur 1 ltr
Glerhreinsir 1 ltr
Pakki kostar 4.000 kr.

Stjórn Körfuknattleiksdeildar Hauka

Wednesday, November 10, 2010

Minni á einstaklingsæfingarnar

Minni á einstaklingsæfingarnar á fimmtudögum kl. 15-16, næstu sem fara eru:

11.11 Pétur og Fannar
18.11 Daði og Eiður

Breyting á æfingatíma, sunnudag 14. nóvember

Æfingin sunnudaginn 14. nóvember verður kl. 14:30-15:30 á Ásvöllum.

Monday, November 8, 2010

Kynning á reglum fyrir foreldra

Á fimmtudaginn 11. nóvember kl. 18 á verður kynning á körfuknattleiksreglum á efri hæðinni á Ásvöllum. Á þeim foreldrafundum sem haldnir hafa verið, var kallað eftir kynninum sem þessari, verið er að koma til móts við þær óskir. Seinna sama kvöld verður síðan leikur Hauka og ÍR, og verður frítt inn fyrir alla foreldra sem að mæta á kynninguna. Ég hvet alla til að mæta og um að gera að taka strákana með.

Æfingin fimmtudaginn 11. nóvember fellur því niður vegna leiksins milli Hauka og ÍR.

Sunday, November 7, 2010

Myndir frá íslandsmótinu

Eins og eflaust margir hafa tekið eftir, þá er búið að setja inn hlekk hér til hliðar á myndir af Íslandsmótinu sem fram fór í Rimaskóla. Albert (pabbi Brynjars) og Gulli (pabbi Antons) sáu um myndatökuna og kann ég þeim bestu þakkir fyrir. Hægt er að fara beint inn á myndasíðuna hér, http://picasaweb.google.com/haukarkarfa9899.

Breyting á æfingatíma sunnudag 7. nóvember

Æfingin sunnudaginn 7. nóvember er kl. 14-15 í Hraunvallaskóla.