Friday, November 19, 2010
Njarðvík heimsótti okkur í gær
Strákarnir fengu fínan æfingaleik í gær á móti Njarðvík, sem er eitt besta lið landsins í þessum flokki um þessar mundir. En Njarðvík vann A-riðilinn örugglega í fyrstu umferð Íslandsmótsins. Okkar strákar voru að standa sig ágætlega gegn Njarðvíkingun og stóðu þeim ekki langt að baki. Ánægðastur var ég með kraftinn og baráttuna sem okkar drengir lögðu fram. Ef að sami kraftur heldur áfram á komandi æfingum, þá er ég ekki í vafa um að okkur eigi eftir að vegna vel í komandi keppnum.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment