Saturday, November 13, 2010

Fjáröflun Körfuknattleiksdeildar Hauka

Til að mæta kreppunni þá efnir körfuknattleiksdeild Hauka til fjáröflunar þar sem allir félagar fá tækifæri til að taka þátt og leggja þannig sitt af mörkum til að vega upp tekjutap vegna minnkandi styrkja frá fyrirtækjum.

Nú seljum við hágæða WC pappír, eldhúspappír og hreinsipakka, allur ágóði sölunnar fer til að standa undir almennum rekstri deildarinnar.

Tveir söluhæstu einstaklingarnir fá í verðlaun iPod Nano 8GB af nýjustu gerð.
Skila þarf inn pöntunum fyrir 4. desember n.k. inná http://www.haukar.is undir Körfuknattsleikdeild og Skráning.

Upplýsingar um vörur:

WC rúllur Katrin Care
42 rúllur af hvítum pappír 50 metrar á rúllu (400 blaða)
Pakki kostar 3.800 kr.
ATH merktur með umhverfismerkinu græna svaninum

Eldhúsrúllur Katrin
32 rúllur af hágæðapappír 21 metri á rúllu
Pakki kostar 4.900 kr.
ATH merktur með umhverfismerkinu græna svaninum

Hreinspakki
Alhreinsir 750ml (Mystol spray)
WC hreinsir 1 ltr
Uppþvottalögur 1 ltr
Glerhreinsir 1 ltr
Pakki kostar 4.000 kr.

Stjórn Körfuknattleiksdeildar Hauka

No comments:

Post a Comment