4 leikir voru spilaðir um helgina, sá fyrst var gegn heimaliðinu Reykdælum. Okkar drengir fóru hægt á stað og voru nokkuð lengi að finna sig, en enduðu fyrri hálfleikinn vel og leiddu með 2 stigum. Seinni hálfleikurinn var hins vegar ekki góður og sóknarleikurinn stirður. Leikurinn endaði með 12 stiga tapi 39-27. Vítanýting liðsins 4/8, eða 50%. Stigaskorið dreifðist eftirfarandi: Anton 7, Siggi 7, Daði 5, Eiður 2, Gulli 2, Logi 2 og Yngvi 2, einnig spiluðu Bjarki, Jökull og Magni. Fannar og Pétur fóru ekki inná.
Seinni leikur laugardagsins var gegn Fjölnismönnum. Þetta varð hörkuleikur og ágætlega leikinn af báðum liðum. Okkar drengir leiddu með 3 stigum fyrir lokaleikhlutann, en náðu ekki að fylgja því eftir. Leikurinn endaði með 4 stiga tapi, 48-44. Vítanýting liðsins 4/13, eða 31%. Stigaskorið dreifðist eftirfarandi: Anton 13, Siggi 13, Daði 7, Jökull 4, Logi 4, Yngvi 2 og Magni 1, einnig spiluðu Eiður, Bjarki og Gulli. Pétur og Fannar fóru ekki inná.
Fyrsti leikur sunnudagsins var kl. 9 að morgni, eftir að strákarnir höfðu þurft að leggja af stað 2 tímum áður frá Hafnarfirði. Það tók nokkurn tíma að koma sér af stað, en okkar drengir leiddu með 1 stigi í hálfleik. Drengirnir sýndu allar sínar bestu hliðar í 3ja leikhluta og leiddu með 19 stiga mun eftir leikhlutann, þ.e. unnu leikhlutann 21-3. Leikurinn endaði síðan með öruggum 15 stiga sigri, 38-23. Vítanýting liðsins var 6/11 eða 55%. Stigaskorið dreifðist eftirfarandi: Daði 12, Anton 9, Yngvi 8, Siggi 4, Logi 4 og Magni 1. Allir fengu að spila í þessum leik.
Seinni leikur sunnudagsins var á móti FSU. Varnarleikur liðsins datt niður á nokkuð lágt plan, m.v. fyrri leiki. Við leiddum þó með 1 stigi í hálfleik og 2 stigum fyrir síðast leikhlutann. Þegar 5 mínútur voru eftir að leiknum var staðan 43-40 okkar drengjum í vil. En FSU átti síðustu 11 stigin og unnu því leikinn með 8 stiga mun, 51-43. Vítanýting liðsins var 7/13 eða 54%. Stigaskorið dreifðist eftirfarandi: Siggi 13, Anton 8, Daði 6, Logi 6, Bjarki 2 og Jökull 2, Fannar, Magni og Gulli spiluðu einnig, en Eiður og Pétur fóru ekki inná í þessum leik.
Við munum því spila í B riðli áfram í næsta fjölliðamóti, sem verður 12.-13. febrúar.
Sunday, November 28, 2010
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment