Sunday, October 30, 2011
Leik Hauka og KFÍ frestað
Leik Hauka og KFÍ sem fara átti fram í kvöld, hefur verið frestað til morguns. Leikurinn fer því fram kl. 20 á morgun, mánudag.
Friday, October 28, 2011
Æfingaleikur
Á æfingunni miðvikudaginn 2. nóvember koma KR-ingar í heimsókn og spila við okkur æfingaleik.
Íslandsmótið 12-13 nóvember
Nú liggur fyrir að Íslandsmótið 12-13 nóvember verður haldið í Síðuskóla á Akureyri. Leikjadagskráin er eftirfarandi:
Lau kl. 14 Haukar - Þór
Lau kl. 17 Haukar - Sindri
Sun kl. 13 Haukar - Valur
Sun kl. 15 Haukar - Reykdælir
Aukaæfing á laugardaginn í stað sunnudags.
Æfing á sunnudag 30.okt. fellur niður vegna leiks Hauka B - Keflavík B kl. 17:00 og leiks mfl kk Haukar-KFÍ kl. 19:15. Í staðinn fyrir æfinguna á sunnudaginn höfum við fengið aukaæfingu í Hraunvallaskóla á laugardaginn 29. okt. kl. 16-17. Emil Barja leikmaður mfl. karla mun stjórna þessari æfingu.
Æskilegt er að strákarnir mæti á leikinn kl. 19:15 á sunnudaginn, að horfa á leiki hjálpar mikið til við leikskilning þeirra.
Wednesday, October 19, 2011
Breyttur æfingatími í þessari viku
Það er æfing í kvöld (miðvikudag) á venjulegum tíma, eða 20-22. Síðan verður æfing á morgun í Bjarkarhúsinu kl. 15-16, í staðinn fyrir föstudagsæfinguna. Æfingin á sunnudaginn fellur síðan niður vegna fjölliðamóts á Ásvöllum.
Minni síðan á leikinn hjá meistarflokki karla á föstudaginn kl. 19:15. En ég vil gjarnan að strákarnir mæti á þessa leiki, það er mikilvægt fyrir þá hvað varðar leikskilning, skipulag í sóknarleik o.fl.
Monday, October 17, 2011
Körfuknattleiksbúningar - söludagur 20. október kl. 17-19
Körfuknattleiksdeild Hauka hefur gert samning við Errea varðand búninga fyrir næstu þrjú árin. Fimmtudaginn 20.okt. ætlum við að vera með söludag frá kl. 17:00-19:00 hér á Ásvöllum. Númerin sem iðkendur hafa valið sér mega þau halda en einnig er hægt að velja sér nýtt númer. Reglurnar eru þær að þeir sem eru fæddir á oddatölu ári velja sér oddatölu og þeir sem eru á sléttutölu ári velja sér slétta tölu. Nauðsynlegt er að láta skrifa niður númerið svo hægt sé að fylgjast með hver á hvaða númer því það geta ekki verið tveir með sama númer innan hvers flokks.
Nánari upplýsingar hjá íþróttastjóra
Nánari upplýsingar hjá íþróttastjóra
Æfingin í dag 17. október
Ívar Ásgrímsson mun stýra æfingunni í dag í fjarveru minni, er á námskeiði.
Sunday, October 16, 2011
Uppgjör helgarinnar
Fyrsta fjölliðamót vetrarins fór fram í Stykkishólmi um helgina. Hópurinn mætti kl. 9 á laugardagsmorgni til að keyra í Hólminn.
Fyrsti leikurinn var síðan gegn grönnum okkar úr Garðabæ. Leikurinn fór vel af stað og skoruðum við fyrstu 6 stig leiksins og leiddum 6-3 eftir fyrsta leikhluta. Í öðrum leikhluta var vörnin áfram góð, en við misstækir í sókninni og Stjarnan leiddi 6-10 í hálfleik. Stjörnunni óx ásmegin þegar leið á leikinn og okkar menn ekki að finna sig, en staðan eftir þriðja leikhluta var 12-24. Stjarnan hélt svo þessum mun allt til leiksloka, en lokatölur urðu 26-39 Það var þó jákvætt í þessum leik að við vorum duglegir að sækja á körfuna og komumst mikið á vítalínuna. Nýtingin þar hefði þótt vera betri, en alls misfórust 17 vítaskot, en einungis 6 af 23 rötuðu rétta leið eða 26%. Stigaskorið var eftirfarandi: Hilmar 9, Gulli, 5, Magni, 5, Logi 3, Siggi, 2 og Anton 2.
Seinni leikur laugardagsins var á móti KRb. Okkur gekk nokkuð erfiðlega að koma boltanum í körfuna, þrátt fyrir góð færi nálægt körfunni. KRb náði að ganga aðeins á lagið og leiddi eftir fyrsta leikhluta 4-10. Annar leikhluti var mun betri, vörnin small saman og okkur fór að ganga betur í sókninni og komumst yfir 14-13. Seinn hálfleikur var hnífjafn á nánast öllum tölum, KRb leiddi með einu stigi fyrir lokaleikhlutann og það venjulegum leiktíma lauk var stðan 30-30 og framlengingu þurfti til. Hún var eins og leikurinn sjálfur, jafnt á öllum tölum, sem endaði síðan með flautukörfu þeirra KRinga og lokatölur leiksins því 36-38. Strákarnir eiga þó hrós skilið fyrir baráttuna og allir lögðu sig fram. En við vorum óheppnir undir körfu andstæðingana og mörg auðveld skot fóru forgörðum. Einnig töpuðust mörg auðveld stig á vítalínunni, en nýtingin þar var 2 ofaní af 13 eða 15%. Stigaskor liðsins var eftirfarandi: Siggi 17, Anton 8, Logi 4, Magni 3, Yngvi 2 og Kári 2.
Fyrsti leikur sunnudagsins var á móti heimamönnum. Nokkurt jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhluta og vörn beggja liða í fyrirrúmi, lokatölur leikhlutans voru 4-4. Við fórum mjög vel af stað í öðrum leikhluta og breyttum stöðunni í 12-4, en Snæfell átti síðustu 5 stig leikhlutans og hálfleikstölur því 12-9. Áfram var vörnin sterk í þriðja leikhluta og sóknin frekar stirð og þegar að þriðja leikhluta lauk var staðan 14-15. Í fjórða leikhluta skorum við fyrstu körfuna og komumst yfir, en síðan komu 6 stig í röð frá Snæfelli. Þann mun náðum við ekki að brúa og lauk leiknum því 22-26. Vert er að hrósa strákunum fyrir frábæran varnarleik og baráttu, en ekkert lið náði að halda Snæfellingum í 26 stigum, en lið þeirra er vel frambærilegt. Sóknin var hins vegar ekki upp á það besta hjá okkur, sem varð okkur að falli í þessum leik. Í þessum leik komumst við minna á vítalínuna, en nýttum 2 af 8 skotum, eða 25%. Stigaskorið var eftirfarandi: Anton 12, Siggi 4, Gulli 2, Bjarki 2, Kári 1 og Magni 1.
Lokaleikur mótsins var á móti Fjölni og þar sýndu strákarnir okkar sínar bestu hliðar og sýndu vel hversu megnugir þeir geta verið. Áfram var vörnin góð, eins og í öðrum leikjum mótsins, en núna datt sóknin í gang líka. Leikurinn var jafn í fyrsta leikhluta sem endaði 14-13. Minna var skorað í öðrum leikhluta og hálfleikstölurnar voru 17-18 Fjölni í vil. Í þriðja leikhluta sýndum við einfaldlega meiri vilja til að vinna leikinn og menn lögðu sig virkilega fram og spiluðu að skynsemi. Lokatölur þriðja leikhluta voru 34-26. Áfram héldu okkar strákar að bæta í allt til leiksloka og unnu að lokum sanngjarnan sigur 50-37. Þrátt fyrir skynsaman sóknarleik og mikið af skotum af stuttu færi, þá fengum við bara 2 vítaskot sem bæði skiluðu sér ofaní, eða 100% nýting. Stigaskorið var eftirfarandi Siggi 22, Anton 10, Logi 10, Bjarki 2, Yngvi 2 og Jökull 2.
Helgin tókst í alla staði vel, þó svo að við hefðum vonast eftir betri úrslitum. Drengirnir voru sér til sóma innan sem utan vallar og komu fram sem flottur hópur.
Okkar hlutskipti verður líklega að spila í C-riðli í næsta fjölliðamóti, þar sem sigurinn á móti Fjölni dugði ekki til að bjarga sæti okkar í B-riðlinum. Öll liðin voru mjög jöfn að getu og með einum sigri í viðbót hefði hlutskipti okkar verið að spila í A-riðli í næsta móti. En það fellur í hlut Stjörnurnar.
Okkar verkefni næstu vikurnar er að koma betra skipulagi á sóknarleikinn og fara almennt yfir leikskilning, þ.e. staðsetningar og ákvarðanir leikmanna í sókninni. Að sjálfsögðu er stefnan sett á að koma okkur aftur upp í B-riðil eftir næsta mót.
Friday, October 14, 2011
Tilkynning frá Íþróttastjóra
Kæru forráðamenn
Á morgun laugardag lokar íbúagáttin á miðnætti.
Einnig vil ég minna þá á sem ekki hafa greitt æfingagjöldin að ganga frá því sem fyrst.
Ef ekki er búið að ganga frá greiðslu þá getum við ekki endurgreitt úr íbúagáttinni.
Ef ykkur vantar aðstoð við að ganga frá gjaldinu þá endilega hafið samband á gudbjorg@haukar.is eða í síma 525-8702.
Á morgun laugardag lokar íbúagáttin á miðnætti.
Einnig vil ég minna þá á sem ekki hafa greitt æfingagjöldin að ganga frá því sem fyrst.
Ef ekki er búið að ganga frá greiðslu þá getum við ekki endurgreitt úr íbúagáttinni.
Ef ykkur vantar aðstoð við að ganga frá gjaldinu þá endilega hafið samband á gudbjorg@haukar.is eða í síma 525-8702.
Wednesday, October 12, 2011
Stykkishólmur 15.-16. október
Mæting er á Ásvöllum kl. 9 á laugardaginn 15. október, lagt af stað ekki seinna en 9:15, fyrsti leikur er kl. 13:00.
Ferðakostnaður er 3.200 (þ.e. 2.000 bensín, 500 gisting, 700 í sund + pylsur & meðlæti laugardagskvöld).
Strákarnir þurfa að nesta sig upp með hollu fæði fyrir hinar máltíðir helgarinnar, ætla að taka með samlokugrill sem þeir geta notað einnig höfum við afnot af ísskáp í skólanum (muna að merkja vel það sem á að fara í kælinn, því það verða 3 önnur lið að gista í skólanum líka).
Taka með:
- Keppnisbúning (rauðar stuttbuxur og bol)
- Íþróttasokka fyrir báða dagana
- Körfuboltaskó
- Vatnsbrúsa
- 3.200 kr.
- Sundföt
- Handklæði
- Tannbursta+tannkrem
- Svefnpoka/sæng+kodda
- Dýnu
- Spil, bók eða annað afþreyingarefni
- Holt nesti fyrir hádegismat, síðdegishressingu á laugardeginum + morgunmat og hádegismat á sunnudegi (t.d. skyr, jógúrt, samlokur, svala, safar, ávextir) Sælgæti er ekki í boði en það má koma með 1 gosdrykk fyrir laugardagskvöldið.
Tuesday, October 4, 2011
Errea söludagar Hauka
Nú er komið að söludögum Hauka á Errea keppnisbúningi fyrir Körfuknattleiksdeild Hauka. Gerður var þriggja ára samningur við Errea í haust og er nú komið að því að yngri flokkar körfuknattleiksdeildar fái að kaupa búninga.
Söludagur verður á Ásvöllum:
Fimmtudaginn 6. október kl. 17:00-19:00
Verð á íþróttafatnaði: Börn Fullorðnir Körfuknattleiksbúningur (buxur og treyja) 8.990 9.490 (með merkingum, Haukamerki, númer og logo)
Foreldrar/forráðamenn mæta á Ásvelli, panta það sem vantar og greiða við pöntun. Tekið er við peningum, debetkortum og kreditkortum.
Foreldrar/forráðamenn fá fatnaðinn afhendan á Ásvöllum, afhendingarferlið tekur 2 vikur. Þeir sem vilja geta sett nafn barnsins aftan á búninginn og/eða á annan íþróttafatnað en það mun vera á eigin kostnað.
Söludagur verður á Ásvöllum:
Fimmtudaginn 6. október kl. 17:00-19:00
Verð á íþróttafatnaði: Börn Fullorðnir Körfuknattleiksbúningur (buxur og treyja) 8.990 9.490 (með merkingum, Haukamerki, númer og logo)
Foreldrar/forráðamenn mæta á Ásvelli, panta það sem vantar og greiða við pöntun. Tekið er við peningum, debetkortum og kreditkortum.
Foreldrar/forráðamenn fá fatnaðinn afhendan á Ásvöllum, afhendingarferlið tekur 2 vikur. Þeir sem vilja geta sett nafn barnsins aftan á búninginn og/eða á annan íþróttafatnað en það mun vera á eigin kostnað.
Sunday, October 2, 2011
Íslandsmótið, 15-16 október
Fyrsta umferð íslandsmótsins fer fram helgina 15.-16. október í Stykkishólmi. Leikjadagskráin er eftirfarandi:
Lau kl. 13 Stjarnan
Lau kl. 15 KR-b
Sun kl. 10 Snæfell
Sun kl. 13 Fjölnir
Nánar um ferðatilhögun síðar.
Leikreglur 8. flokks, tekið af vef kki.is
Aldur: 13 ára eða 8. bekkur grunnskólans
Leiktími: 4 x 8 mínútur, hálfleikur skal vera 5 mínutur og hlé milli 1. og 2. leikhluta sem og milli 3. og 4. leikhluta skal vera 1 mínúta. Í fyrri hálfleik er leikklukkan ekki stöðvuð. Ekki er heimilt að taka leikhlé í fyrri hálfleik og engar innáskiptingar leyfðar. Eitt leikhlé er á hvort lið er leyft í seinni hálfleik. Að öðru leyti skal leikið eftir leikreglum FIBA hverju sinni.
Í 8. flokki karla er einungis heimilt að leika maður á mann vörn, en á eigin sóknarhelmingi má leika hvaða vörn sem er. Verði lið uppvíst að því að spila ólöglega vörn skal stöðva leikinn og aðvara þjálfara brotlega liðsins. Við endurtekin brot skal dæma tæknivillu (B) á þjálfara brotlega liðsins.
Ef lið notar 10 leikmenn í 8. aldursflokki í fyrri hálfleik fær það bónusstig. Þannig fær lið 3 stig fyrir sigur og 1 stig fyrir tap.
Leika skal með bolta nr. 6, (kvennabolta) á stórar körfur.
Það lið er Íslandsmeistari sem flest stig hlýtur í A-riðli í síðustu umferð.
Leiktími: 4 x 8 mínútur, hálfleikur skal vera 5 mínutur og hlé milli 1. og 2. leikhluta sem og milli 3. og 4. leikhluta skal vera 1 mínúta. Í fyrri hálfleik er leikklukkan ekki stöðvuð. Ekki er heimilt að taka leikhlé í fyrri hálfleik og engar innáskiptingar leyfðar. Eitt leikhlé er á hvort lið er leyft í seinni hálfleik. Að öðru leyti skal leikið eftir leikreglum FIBA hverju sinni.
Í 8. flokki karla er einungis heimilt að leika maður á mann vörn, en á eigin sóknarhelmingi má leika hvaða vörn sem er. Verði lið uppvíst að því að spila ólöglega vörn skal stöðva leikinn og aðvara þjálfara brotlega liðsins. Við endurtekin brot skal dæma tæknivillu (B) á þjálfara brotlega liðsins.
Ef lið notar 10 leikmenn í 8. aldursflokki í fyrri hálfleik fær það bónusstig. Þannig fær lið 3 stig fyrir sigur og 1 stig fyrir tap.
Leika skal með bolta nr. 6, (kvennabolta) á stórar körfur.
Það lið er Íslandsmeistari sem flest stig hlýtur í A-riðli í síðustu umferð.
Æfingin í dag féll niður
Æfingin sem vera átti í dag féll niður vegna sjónvarpsleiks. Því miður hafði ég ekki þessar upplýsingar og fór því fýluferð á Ásvelli ásamt nokkrum drengjanna.
Íbúagáttin opin 1.-15. október
Kæru forráðamenn
Í gær 1.október opnaði íbúagátt Hafnarfjarðarbæjar og er opin til 15. október.Til þess að fá niðurgreiðsluna endurgreidda þá þurfið þið að fara þarna inn og merkja við ykkar félag og grein.
Minni á að hver iðkandi getur fengið endurgreiðslu fyrir tvær greinar.
Einnig langar okkur að minna ykkur á að ganga frá skráningu og greiðslu æfingagjalda en frestur til þess er fram yfir helgi.
Með íþróttakveðju, íþróttastjóri
Subscribe to:
Posts (Atom)