Aldur: 13 ára eða 8. bekkur grunnskólans
Leiktími: 4 x 8 mínútur, hálfleikur skal vera 5 mínutur og hlé milli 1. og 2. leikhluta sem og milli 3. og 4. leikhluta skal vera 1 mínúta. Í fyrri hálfleik er leikklukkan ekki stöðvuð. Ekki er heimilt að taka leikhlé í fyrri hálfleik og engar innáskiptingar leyfðar. Eitt leikhlé er á hvort lið er leyft í seinni hálfleik. Að öðru leyti skal leikið eftir leikreglum FIBA hverju sinni.
Í 8. flokki karla er einungis heimilt að leika maður á mann vörn, en á eigin sóknarhelmingi má leika hvaða vörn sem er. Verði lið uppvíst að því að spila ólöglega vörn skal stöðva leikinn og aðvara þjálfara brotlega liðsins. Við endurtekin brot skal dæma tæknivillu (B) á þjálfara brotlega liðsins.
Ef lið notar 10 leikmenn í 8. aldursflokki í fyrri hálfleik fær það bónusstig. Þannig fær lið 3 stig fyrir sigur og 1 stig fyrir tap.
Leika skal með bolta nr. 6, (kvennabolta) á stórar körfur.
Það lið er Íslandsmeistari sem flest stig hlýtur í A-riðli í síðustu umferð.
Sunday, October 2, 2011
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment