Körfuknattleiksdeild Hauka hefur gert samning við Errea varðand búninga fyrir næstu þrjú árin. Fimmtudaginn 20.okt. ætlum við að vera með söludag frá kl. 17:00-19:00 hér á Ásvöllum. Númerin sem iðkendur hafa valið sér mega þau halda en einnig er hægt að velja sér nýtt númer. Reglurnar eru þær að þeir sem eru fæddir á oddatölu ári velja sér oddatölu og þeir sem eru á sléttutölu ári velja sér slétta tölu. Nauðsynlegt er að láta skrifa niður númerið svo hægt sé að fylgjast með hver á hvaða númer því það geta ekki verið tveir með sama númer innan hvers flokks.
Nánari upplýsingar hjá íþróttastjóra
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment