Thursday, September 19, 2013
Thursday, August 22, 2013
Æfingar veturinn 2013-2014
Æfingar veturinn 2013-2014 fyrir 10.-11. flokk karla
Mánud. 20:00-21:00 styrktaræfing - Ásvellir
Þriðjud. 18:30-20:00 Bjarkarhús
Mánud. 20:00-21:00 styrktaræfing - Ásvellir
Þriðjud. 18:30-20:00 Bjarkarhús
Miðvikud. 19:00-20:30 Bjarkarhús
Fimmtud. 19:00-20:00 styrktaræfing - Ásvellir
Fimmtud. 19:00-20:00 styrktaræfing - Ásvellir
Fimmtud. 20:00-21.00 Ásvellir
Laugard. 14:00-15:00 Ásvellir
Sunnud. 13:00-14:30 Ásvellir
Þjálfari verður Pétur Ingvarsson, peturi@hotmail.com
Monday, June 3, 2013
Sumaræfingar
Æfingar í sumar fyrir yngri flokka körfuknattleiksdeildar
Krakkar fæddir 2001 og yngri – Alla virka morgna frá kl.
9-12 á Ásvöllum. Þessar æfingar eru tengdar íþróttaskóla Hauka í sumar. Þeir
sem skrá sig í körfubolta verða einungis á körfuboltaæfingum og farið verður
yfir grunnatriði í körfubolta. Boltaæfingar, skotæfingar og spilæfingar frá kl.
9.00 – 10.15 og síðan spil frá kl. 10.45 – 11.50. Muna að koma með nesti með
sér á þessar æfingar. Yfirþjálfari verður Ívar Ásgrímsson. Skráningar eru
hafnar.
Krakkar fæddir 2000 – 1996 – Mánudaga, þriðjudaga og
fimmtudaga frá kl. 16.00 – 18.00 á Ásvöllum. Þessar æfingar verða með
hefðbundnu sniði eins og verið hefur síðustu tvö sumur. Æfingar byrja
fimmtudaginn 13. Júní og þá verður líka skráning. Verð verður auglýst nánar
síðar. Yfirþjálfari verður Ívar Ásgrímsson.
Kveðja,
Ívar Ásgrímsson
Monday, May 13, 2013
Uppskeruhátiðin er á fimmtudaginn
Sælir foreldrar Uppskeruhátíð körfuknattleiksdeildar fyrir veturinn 2012-2013 verður fimmtudaginn 16.maí kl. 18:00 hér á Ásvöllum. Hátíðin verður með hefðbundnu sniði en það sem verður boðið upp á er: - Viðurkenningar - Bollakeppni o Skipt niður í þrjá aldurshópa o Vegleg verðlaun - Troðslur og boltafimi frá meistaraflokki karla - Pylsur og með því fyrir alla Við hvetjum alla til að mæta og taka þátt – gaman væri að sem flestir kæmu merktir Haukum (-:. Foreldrar, ömmur og afar eru sérstaklega velkomin. Með körfuboltakveðju, barna- og unglingaráð körfuknattleiksdeildar.
Monday, April 29, 2013
Æfingar í maí
Æfingatafla fyrir 9. flokk og 10. flokk í maí verður á nýjum tímum, við munum aðallega spila en einnig verða eitthvað af tækni- og skotæfingum í boði.
Æfingarnar x5 eru allar á Ásvöllum;
15.30-16.30 mánudaga
21.00-22.00 þriðjudaga
19.30-20.30 miðvikudaga
20.30-21.30 föstudaga
13.00-14.00 sunnudaga
Lyftingar eru x2 í lyftingasalnum á Ásvöllum;
20.00-21.00 þriðjudaga
19.15-20.15 föstudaga
Allir duglegir að mæta.
Æfingarnar x5 eru allar á Ásvöllum;
15.30-16.30 mánudaga
21.00-22.00 þriðjudaga
19.30-20.30 miðvikudaga
20.30-21.30 föstudaga
13.00-14.00 sunnudaga
Lyftingar eru x2 í lyftingasalnum á Ásvöllum;
20.00-21.00 þriðjudaga
19.15-20.15 föstudaga
Allir duglegir að mæta.
Wednesday, April 10, 2013
Fjölliðamótið um helgina - byrjar á föstudeginum
Nú er loksins komin niðurröðun á fjölliðamótið. Mótið verður haldið í Smáranum, en KRingar gáfu þetta frá sér vegna anna í þeirra íþróttahúsi. Leikirnir verða spilaðir á föstudegi og laugardegi.
Við eigum fyrsta leik á föstudeginum kl. 16.00 á móti Breiðablik. Þetta er gríðarlega mikilvægur leikur og sigur í honum ætti að gefa okkur góða möguleika á því að komast í úrslitin.
Mæting er kl. 15.00 í Smárann á föstudeginum og kl. 12.15 á laugardeginum.
kveðja,
Ívar
Við eigum fyrsta leik á föstudeginum kl. 16.00 á móti Breiðablik. Þetta er gríðarlega mikilvægur leikur og sigur í honum ætti að gefa okkur góða möguleika á því að komast í úrslitin.
Mæting er kl. 15.00 í Smárann á föstudeginum og kl. 12.15 á laugardeginum.
kveðja,
Ívar
Monday, April 8, 2013
Wednesday, April 3, 2013
Æfing í dag kl. 19.30 á Ásvöllum
Það er æfing í dag á Ásvöllum kl. 19.30. Nú er að byrja að undirbúa sig fyrir síðasta fjölliðamótið.
kveðja,
Ívar
Monday, April 1, 2013
Dagur 5
Það voru þreyttir strákar sem vöknuðu í morgun. Það var búið að ákveða að það yrði frjálst hvort farið yrði í morgunmat eða ekki. Ég vakti þó alla í morgun rétt fyrir kl. 9 og spurði hvort þeir vildu fara í morgunmat, en endaði á því að fara einn. Um kl. 11 voru þeir fyrstu að vakna og aðrir voru vaktir einnig. Stefnan var tekin á sundlaugina og vorum við komnir þangað um kl. 11:30. Í sundlauginni var ýmislegt gert sér til gamans og allir höfðu gaman af, t.d. farið á stökkpall (3m og 5m), öldulaug, rennibraut og straumbraut.
Eftir sundið fengum við hádegismat eða um kl. 14 og síðan horfði hópurinn saman á úrslitaleikinn í okkar flokki. Til úrslita léku lið Uppsala (sem við spilum við í fyrsta leiknum) á móti Fryshuset. Lið Uppsala fór með nokkuð öruggan 20 stiga af hólmi.
Eftir það tók við frjáls tími þar sem strákarnir kíktu aðeins niður í bæ. Síðan þurftum við að færa okkur úr skólastofunni yfir í annað rými sem er félagsaðstaða í íþróttahúsinu. Sú aðstaða er mjög fín með aðgang að sjónvarpi, dvd, wii tölvu o.fl.
Um kl. 20 fórum við svo niður í bæ á Mcdonalds þar sem staðið var við gefin loforð, þ.e. að Ívar bauð upp á Bigmac og í tilefni af 15 ára afmæli Bjarka bauð Hrund (mamma Bjarka) upp á Mcflurry.
Núna erum við að horfa á dvd og ætlum að horfa á NBA, ásamt því að pakka því sem hægt er að pakka.
Á morgun verður svo klárað að pakka og lagt af stað héðan kl. 11 út á flugvöll. Allavega er ég viss um að drengirnir hafi haft gaman af ferðinni og hún eigi eftir að verða þeim eftirminnileg.
Eftir sundið fengum við hádegismat eða um kl. 14 og síðan horfði hópurinn saman á úrslitaleikinn í okkar flokki. Til úrslita léku lið Uppsala (sem við spilum við í fyrsta leiknum) á móti Fryshuset. Lið Uppsala fór með nokkuð öruggan 20 stiga af hólmi.
Eftir það tók við frjáls tími þar sem strákarnir kíktu aðeins niður í bæ. Síðan þurftum við að færa okkur úr skólastofunni yfir í annað rými sem er félagsaðstaða í íþróttahúsinu. Sú aðstaða er mjög fín með aðgang að sjónvarpi, dvd, wii tölvu o.fl.
Um kl. 20 fórum við svo niður í bæ á Mcdonalds þar sem staðið var við gefin loforð, þ.e. að Ívar bauð upp á Bigmac og í tilefni af 15 ára afmæli Bjarka bauð Hrund (mamma Bjarka) upp á Mcflurry.
Núna erum við að horfa á dvd og ætlum að horfa á NBA, ásamt því að pakka því sem hægt er að pakka.
Á morgun verður svo klárað að pakka og lagt af stað héðan kl. 11 út á flugvöll. Allavega er ég viss um að drengirnir hafi haft gaman af ferðinni og hún eigi eftir að verða þeim eftirminnileg.
Sunday, March 31, 2013
Dagur 4 á enda
Í kvöld var okkar síðasti leikur á þessu móti. Strákarnir voru búnir að vinna sér inn þann rétt að leika um níunda sætið. Mótherjinn í kvöld var frá Svíðþjóð og heitir Blackeberg. Strákarnir mættu ágætlega stemmdir til leiks og var fyrri hálfleikur nokkuð jafn, en við þó ávallt skrefi á undan. Í hálfleik munaði 2 stigum okkur í vil. Í seinni hálfleik fór að halla undan fæti og Svíarnir voru að hitta vel. Að sama skapi voru hlutirnir ekki að falla með okkur og auðveld skot að fara forgörðum. Þegar uppi var staðið þá töpuðum við leiknum með um 20 stigum. Okkar hlutskipti var því að enda í 10 sæti á mjög sterku móti, 2 sigrar og 4 töp. Lærdómsrík og skemmtileg ferð, sem á eftir að verða þessum hópi eftirminnileg.
Á morgun verður tekin stefnan á að fara í sund saman, horfa á úrslitaleik mótsins og enda daginn á Mcdonalds, í boði Ívars þjálfara og Hrundar (mamma Bjarka). En Ívar var búinn að heita á hópinn BicMac á hvern leikmann fyrir leik sem vannst fyrr í ferðinni og Hrund ætlar að bjóða hópnum upp á Mcflurry (Ís) í tilefni afmæli Bjarka á morgun.
Á morgun verður tekin stefnan á að fara í sund saman, horfa á úrslitaleik mótsins og enda daginn á Mcdonalds, í boði Ívars þjálfara og Hrundar (mamma Bjarka). En Ívar var búinn að heita á hópinn BicMac á hvern leikmann fyrir leik sem vannst fyrr í ferðinni og Hrund ætlar að bjóða hópnum upp á Mcflurry (Ís) í tilefni afmæli Bjarka á morgun.
Dagur 4 tekinn snemma
Það voru nokkuð þreyttir strákar sem voru vaktir kl. 6:20 í morgun, eftir frekan stuttan svefn þar tíminn hér í Svíþjóð datt í sumartíma í nótt. Strákarnir voru þó röskir að koma sér á fætur og drífa sig beint í morgunmat, en hann opnar hér 6:30. Þar var tekið vel til matar síns að venju og svo haldið af stað til Wasa, 10 mínútna akstur.
Við vorum mættir tímalega fyrir leikinn eða 50 mínútum áður en hann átti að byrja. Því nægur tími til að hita vel upp, teygja á og gera sig klára fyrir leikinn. Leikurinn var nokkuð jafn í byrjun og við þó ávallt skrefi á undan og leiddum með 2ja stiga mun eftir fyrsta leikhluta. Annar leikhluti gekk þó ekki eins vel og lentum við í nokkrum vandræðum með norska liðið (Sandvika). Við misstum þá aðeins fram úr okkur og Sandvika leiddi með 8 stigum í hálfleik. Áfram héldu Sandvika að auka forskotið og fór það mest í 13 stig, en í lok 3ja leikhluta náðum við að minnka það niður í 5 stig. Sá munur hélst nokkuð fyrri hluta síðasta leikhluta, en þegar að um 2 mínútur voru eftir náðum við að jafna í fyrsta sinn síðan í fyrsta leikhluta. Síðustu 2 mínúturnar voru svo okkar og náðum við að klára leikinn með sætum 4 stiga sigri.
Núna á eftir förum við í hádegismat og svo fá strákarnir frjálsan tíma til að kíkja í bæinn til kl. 15:30. Eftir það munum við svo taka því rólega hér á svæðinu, kannski kíkja á einhverja leiki. Tökum snemmbúinn kvöldmat um kl. 18:00 og svo er leikurinn um 9-10 sætið kl. 20:20 í kvöld. Það yrði frábær síðasti leikur að ná sigri þar og þar með 3ja sigrinum í röð og 50% vinningshlutfalli í þessu sterka móti. En sá leikur er eftir og strákarnir þurfa að mæta vel stemmdir í hann.
Við vorum mættir tímalega fyrir leikinn eða 50 mínútum áður en hann átti að byrja. Því nægur tími til að hita vel upp, teygja á og gera sig klára fyrir leikinn. Leikurinn var nokkuð jafn í byrjun og við þó ávallt skrefi á undan og leiddum með 2ja stiga mun eftir fyrsta leikhluta. Annar leikhluti gekk þó ekki eins vel og lentum við í nokkrum vandræðum með norska liðið (Sandvika). Við misstum þá aðeins fram úr okkur og Sandvika leiddi með 8 stigum í hálfleik. Áfram héldu Sandvika að auka forskotið og fór það mest í 13 stig, en í lok 3ja leikhluta náðum við að minnka það niður í 5 stig. Sá munur hélst nokkuð fyrri hluta síðasta leikhluta, en þegar að um 2 mínútur voru eftir náðum við að jafna í fyrsta sinn síðan í fyrsta leikhluta. Síðustu 2 mínúturnar voru svo okkar og náðum við að klára leikinn með sætum 4 stiga sigri.
Núna á eftir förum við í hádegismat og svo fá strákarnir frjálsan tíma til að kíkja í bæinn til kl. 15:30. Eftir það munum við svo taka því rólega hér á svæðinu, kannski kíkja á einhverja leiki. Tökum snemmbúinn kvöldmat um kl. 18:00 og svo er leikurinn um 9-10 sætið kl. 20:20 í kvöld. Það yrði frábær síðasti leikur að ná sigri þar og þar með 3ja sigrinum í röð og 50% vinningshlutfalli í þessu sterka móti. En sá leikur er eftir og strákarnir þurfa að mæta vel stemmdir í hann.
Saturday, March 30, 2013
Dagur 3
Drengirnir voru vaktir rétt fyrir kl. 8:30 í morgun og farið beint í morgunmat. Þar var tekið vel til matar síns að venju, en rúnstykkin eru vinsæl hjá strákunum. Fyrri leikur dagsins var á móti dönsku meisturunum, Sisu. Danirnir voru búnir að vinna norðmennina sem við spiluðum á móti stórt, en tapa á móti Uppsala. Við byrjuðum mjög vel á móti dönunum og leiddum eftir fyrsta leikhluta með 2 stigum. Annar leikhluti gekk ekki nógu vel, við vorum komnir í villuvandræði (Kári og Yngvi með 3, Siggi 2). Staðan í hálfleik var þannig að Danirnir leiddu með 11 stigum. Seinni hálfleikur spilaðist þó nokkuð vel, við söxuðum aðeins á forskotið og náðum að minnka það í 6 stig þegar skammt var eftir, en leikurinn tapaðist á endanum með 8 stigum. Strákarnir voru að standa sig feykivel og er þetta besti leikurinn sem þeir hafa spilað hér í Svíþjóð. Það eru alls ekki slæm úrslit að tapa fyrir Danameisturum með 8 stigum.
Eftir leikinn var farið í hádegismatinn og svo höfðu strákarnir 2 tíma í frjálsan tíma. Flestir nýttu þann tíma til að kíkja í bæinn, búðir og annað slíkt. Eftir bæjarröltið var tekinn rólegur tími, farið síðan snemma í kvöldmatinn eða um kl. 17.
Kvöldleikurinn okkar var síðan kl. 19, og andstæðingurinn ekki að lakara taginu, frekar en í fyrri leikjum, en andstæðingurinn var Pyrintö frá Finnlandi Scania meistarar síðasta árs. Strákarnir sýndu ágætan leik og voru 1 stigi undir í hálfleik. Síðari hálfleikinn spiluðu okkar drengir mjög vel og uppskáru sinn fyrsta sigur, en lokatölur leiksins voru 63-49. Frábær leikur hjá okkar strákum, en nokkuð ljóst að finnska liðið er ekki að sama styrkleika og fyrir ári síðan. En engu að síður frábær sigur hjá okkar drengjum og ekkert af þeim tekið.
Eftir leikinn fengum við okkur ávexti að brauð að borða, einnig var gefið leyfi til að fá sér smá nammi. Sem var borðað og horft á NBA leik.
Á morgun fáum svo aftur að mæta Norðmönnunum frá Sandvika og eigum við harma að hefna þar. Við ætlum okkur klárlega sigur í þeim leik, en hann verður kl. 8:10 í fyrramálið (auk þess að klukkan breytist í sumartíma í nótt, þannig að þetta er eins og að spila kl 7:10).
Nú liggur ljóst fyrir að við munum enda í sætum 9-12, ef við vinnum í fyrramálið þá spilum við um sæti 9-10 ef leikurinn tapast, þá spilum við sæti 11-12. En alls eru 14 lið í okkar flokki.
Úrslit og stigaskor leikmanna má sjá hér, http://scania.cups.nu/2013/result/team/1369898/matches#results.
Fleiri myndir komnar á myndasíðuna, https://picasaweb.google.com/haukarkarfa9899/.
Eftir leikinn var farið í hádegismatinn og svo höfðu strákarnir 2 tíma í frjálsan tíma. Flestir nýttu þann tíma til að kíkja í bæinn, búðir og annað slíkt. Eftir bæjarröltið var tekinn rólegur tími, farið síðan snemma í kvöldmatinn eða um kl. 17.
Kvöldleikurinn okkar var síðan kl. 19, og andstæðingurinn ekki að lakara taginu, frekar en í fyrri leikjum, en andstæðingurinn var Pyrintö frá Finnlandi Scania meistarar síðasta árs. Strákarnir sýndu ágætan leik og voru 1 stigi undir í hálfleik. Síðari hálfleikinn spiluðu okkar drengir mjög vel og uppskáru sinn fyrsta sigur, en lokatölur leiksins voru 63-49. Frábær leikur hjá okkar strákum, en nokkuð ljóst að finnska liðið er ekki að sama styrkleika og fyrir ári síðan. En engu að síður frábær sigur hjá okkar drengjum og ekkert af þeim tekið.
Eftir leikinn fengum við okkur ávexti að brauð að borða, einnig var gefið leyfi til að fá sér smá nammi. Sem var borðað og horft á NBA leik.
Á morgun fáum svo aftur að mæta Norðmönnunum frá Sandvika og eigum við harma að hefna þar. Við ætlum okkur klárlega sigur í þeim leik, en hann verður kl. 8:10 í fyrramálið (auk þess að klukkan breytist í sumartíma í nótt, þannig að þetta er eins og að spila kl 7:10).
Nú liggur ljóst fyrir að við munum enda í sætum 9-12, ef við vinnum í fyrramálið þá spilum við um sæti 9-10 ef leikurinn tapast, þá spilum við sæti 11-12. En alls eru 14 lið í okkar flokki.
Úrslit og stigaskor leikmanna má sjá hér, http://scania.cups.nu/2013/result/team/1369898/matches#results.
Fleiri myndir komnar á myndasíðuna, https://picasaweb.google.com/haukarkarfa9899/.
Friday, March 29, 2013
Dagur 2 að kvöldi kominn
Í kvöld spiluðum við okkar annan leik. Mótherjinn að þessu sinni var Sandvika frá Noregi. Í norska liðinu var einn hávaxinn leikmaður og að þeirri stærð sem við erum ekki vanir að mæta, en hann er skráður 2,01 m. Norska liðið er þó töluvert lakara heldur en sænska liðið Uppsala sem við mættum í morgun. Leikurinn var nokkuð jafn til að byrja með en norsku strákarnir þó ávallt skrefi á undan. Okkar strákar voru ekki að sýna sinn besta leik framan af og munurinn jókst í rúm 10 stig áður en fyrri hálfleikurinn kláraðist. Ekki hjálpaði það heldur til að Siggi sneri sig á ökkla og lék ekki meira með (hann getur þó stigið í fótinn og verður vonandi leikfær á morgun). Seinni hálfleikurinn var með sama sniði, munurinn jókst smám saman og var kominn í 17 stig í byrjun fjórða leikhluta. Þá loksins hrukku okkar menn í gang og sýndu frábæran leik. Minnkuðu muninn jafnt og þétt, þegar 12 sekúndur voru eftir var munurinn kominn í 2 stig. Við brutum á þeim til að stoppa tímann og freista að þeir geiguðu á vítalínunni. Norska liðið setti fyrra skotið ofaní og juku muninn í 3 stig og geiguðu svo á því seinna. Við brunuðum fram en náðum ekki nógu góðu þriggja stiga skoti til að jafna leikinn.
Jákvæða úr þessum leik var þó sá karakter sem býr í strákunum að koma til baka eftir að hafa lent langt undir, við gáfumst ekki upp. Á morgun verða 2 leikir, sá fyrri kl. 10:40 á móti Sisu (dönum) sem eru með gott lið, mun betra en það norska. En ef við spilum á morgun eins og við enduðum á móti norska liðinu, þá eigum við möguleika á að ná hagstæðum úrslitum. Seinni leikur morgundagsins verður kl. 19 (eða kl. 20 á íslenskum tíma).
Eftir leikinn í kvöld þegar við mættum í mat, þá var búið að loka mötuneytinu. Það var smá misskilningur með opnunartímann. Þannig að í staðinn fyrir að fá matinn þar, var farið á Mcdonalds og féll það mjög vel í strákana. Held að þeir séu staðráðnir í að sýna í fyrramálið að þessi undirbúningur henti vel fyrir næsta leik.
Jákvæða úr þessum leik var þó sá karakter sem býr í strákunum að koma til baka eftir að hafa lent langt undir, við gáfumst ekki upp. Á morgun verða 2 leikir, sá fyrri kl. 10:40 á móti Sisu (dönum) sem eru með gott lið, mun betra en það norska. En ef við spilum á morgun eins og við enduðum á móti norska liðinu, þá eigum við möguleika á að ná hagstæðum úrslitum. Seinni leikur morgundagsins verður kl. 19 (eða kl. 20 á íslenskum tíma).
Eftir leikinn í kvöld þegar við mættum í mat, þá var búið að loka mötuneytinu. Það var smá misskilningur með opnunartímann. Þannig að í staðinn fyrir að fá matinn þar, var farið á Mcdonalds og féll það mjög vel í strákana. Held að þeir séu staðráðnir í að sýna í fyrramálið að þessi undirbúningur henti vel fyrir næsta leik.
Fyrsta leik lokið
Strákarnir voru vaktir um kl. 8:30 í morgun, en fyrsti leikurinn á dagskránni var áætlaður kl. 11:20. Vel gekk að vekja hópinn og allir tilbúnir í að fara keppa fyrsta leikinn. Allir borðuðu vel í morgunmatnum, en þar var boðið uppá morgunkorn, rúnstykki, skinku og ost, ásamt ágætu úrvali af drykkjum.
Til að komast á leikstað þá þurfti að taka rútu og ferðin þangað um 10 mínútur. Rútan fór frá gististað um kl. 10:15 og vorum við mættir tímanlega í leikinn. Smá töf var á að leikurinn gæti hafist, en leikurinn á undan hafði farið seinna af stað. Við vorum að fara mæta mjög góðu liði, sem heitir Uppsala. En þetta lið er Svíþjóðarmeistari og lenti í 2. sæti í Scania cup á síðasta ári.
Leikurinn fór vel af stað, við skoruðum fyrstu 4 stigin í leiknum og vorum komnir í 4-0, en það var í eina skiptið í leiknum sem við leiddum. Uppsala pressaði allan fyrri hálfleikinn og áttu okkar drengir erfitt uppdráttar gegn mjög góðri pressu. Hægt og bítandi misstum við því trúna á geta strítt þeim eitthvað og bilið jókst. Þegar uppi var staðið þá töpuðum við með um 60 stiga mun, sem er of mikið, við hefðum getað gert betur. En það verður ekki af Uppsala tekið að þeir eru með hörku gott lið og gaman að hafa haft tækifæri að spila á móti svo sterku liði.
Nú tekur við hádegismatur hjá okkur og svo hvíld fram að næsta leik. Hvíldin felst í því að vera á gistisvæðinu, taka því rólega í stofunni okkar eða að kíkja á leiki í íþróttahúsinu. En það er spilað í þremur sölum hér á þeim stað sem við gistum.
Það eru komnar myndir inn á síðuna okkar, https://picasaweb.google.com/haukarkarfa9899/Scaniacup1.
Til að komast á leikstað þá þurfti að taka rútu og ferðin þangað um 10 mínútur. Rútan fór frá gististað um kl. 10:15 og vorum við mættir tímanlega í leikinn. Smá töf var á að leikurinn gæti hafist, en leikurinn á undan hafði farið seinna af stað. Við vorum að fara mæta mjög góðu liði, sem heitir Uppsala. En þetta lið er Svíþjóðarmeistari og lenti í 2. sæti í Scania cup á síðasta ári.
Leikurinn fór vel af stað, við skoruðum fyrstu 4 stigin í leiknum og vorum komnir í 4-0, en það var í eina skiptið í leiknum sem við leiddum. Uppsala pressaði allan fyrri hálfleikinn og áttu okkar drengir erfitt uppdráttar gegn mjög góðri pressu. Hægt og bítandi misstum við því trúna á geta strítt þeim eitthvað og bilið jókst. Þegar uppi var staðið þá töpuðum við með um 60 stiga mun, sem er of mikið, við hefðum getað gert betur. En það verður ekki af Uppsala tekið að þeir eru með hörku gott lið og gaman að hafa haft tækifæri að spila á móti svo sterku liði.
Nú tekur við hádegismatur hjá okkur og svo hvíld fram að næsta leik. Hvíldin felst í því að vera á gistisvæðinu, taka því rólega í stofunni okkar eða að kíkja á leiki í íþróttahúsinu. En það er spilað í þremur sölum hér á þeim stað sem við gistum.
Það eru komnar myndir inn á síðuna okkar, https://picasaweb.google.com/haukarkarfa9899/Scaniacup1.
Ferðasaga 28. mars
Hópurinn var mættur snemma morguns á Ásvelli á leið til Keflavíkur í flug til Svíþjóðar. Við innritunina kom í ljós að það var gjald ef einhver var með meira en 1 tösku. Hópurinn var með 1 auka tösku og því var ákveðið við innritunina að taka sjúkratöskuna með sem handfarangur, þannig að ekki þyrfti að borg 5.700 kr. fyrir auka tösku, sluppum þar. Áfram var haldið og farið í gegnum tollskoðun og við þá stoppaðir á nýjan leik. En í sjúkratöskunni var ýmislegt með með meira en 100 ml af vökva og skæri o.fl. Ívar var kallaður til, en nafn hans fer víða. Hann þekkti að sjálfsögðu tollvörðinn, sem var fyrrverandi leikmaður úr körfunni og fékk að fara í gegn með það sem flestir aðrir fá ekki tækifæri á.
Við lentum í Stokkhólmi rétt fyrir hádegið og vel gekk að fá töskurnar og koma sér út fyrir flugstöðina. Eftir stutta bið komu tveir 8 manna bílar að sækja hópinn, þar sem haldið var til Södertalje. Þar gátum við geymt töskurnar okkar í íþróttahúsinu, sem er við hliðina á skólanum sem við gistum í. Hópurinn var orðinn nokkuð svangur og við röltum niður í bæ sem er í um 10-15 mínútna fjarlægð. Strikið var tekið beint á Mcdonalds þar sem allir tóku vel til matar síns. Eftir það var frjáls tími þar sem möguleiki var að kíkja aðeins í búðir, en drengirnir höfðu mikinn áhuga á því.
Eftir bæjarröltið var farið aftur upp í íþróttahús, setið og spjallað fram að kvöldmat. Á matseðli kvöldsins var kebab hash, einhvers konar kjöt og kartöfluréttur ásamt ýmsu salati. Allir borðuðu eitthvað en þó mismikið.
Við fengum afhenta skólastofuna eftir matinn og þangað var haldið. Þessa stundina erum við búnir að koma fyrir svefnaðstöðunni og flestir komnir í rólegheit, spenntir fyrir næsta degi.
Myndir koma inn seinna.
Tuesday, March 26, 2013
Scania - upplýsingar
Búinn að kanna með verð í sund - það kostar rétt tæpar 2000 kr. að fara í sund. Nánari upplýsingar eru hér: http://www.actic.no/sv/sydpoolen/
Upplýsingar um hvað á að taka með sér:
Dýna, svefnpoki, koddi, náttbuxur og bolur, fullt af sokkum og nærbuxum, handklæði (2 stk.), sundbuxur, hlý úlpa og aukaútiföt, íþróttaskór, íþróttabúningar (2 stk), passi, tannbursti og tannkrem, sjampó, útiskór.
Held að þetta sé allt sem þarf, auk peningar. Við þurfum síðan að borða fyrsta daginn á Mac en veit ekki verð þar. Fór inn á heimasíðu þeirra í Svíþjóð en sá ekki neitt um verðið. Það má reikna með að þeir fari ca. 2-3 á Mc ef ég þekki þá rétt.
Veðrið er um 2-6 gráður yfir daginn og því er mikilvægt að vera í nokkuð hlýjum fötum.
kveðja,
Ívar
Upplýsingar um hvað á að taka með sér:
Dýna, svefnpoki, koddi, náttbuxur og bolur, fullt af sokkum og nærbuxum, handklæði (2 stk.), sundbuxur, hlý úlpa og aukaútiföt, íþróttaskór, íþróttabúningar (2 stk), passi, tannbursti og tannkrem, sjampó, útiskór.
Held að þetta sé allt sem þarf, auk peningar. Við þurfum síðan að borða fyrsta daginn á Mac en veit ekki verð þar. Fór inn á heimasíðu þeirra í Svíþjóð en sá ekki neitt um verðið. Það má reikna með að þeir fari ca. 2-3 á Mc ef ég þekki þá rétt.
Veðrið er um 2-6 gráður yfir daginn og því er mikilvægt að vera í nokkuð hlýjum fötum.
kveðja,
Ívar
Sunday, March 24, 2013
Æfingar fram að Svíþjóðar ferð
Mánudag kl. 15.30 - 16.00
þriðjudag kl. 19.15 - 20.30
Miðvikudag kl. 19.30 - 21.00
allar æfingarnar eru á Ásvöllum.
Minni líka á körfuboltabúðirnar - það hafa allir gott að því að fara á aukaæfingar.
kveðja,
Ívar
þriðjudag kl. 19.15 - 20.30
Miðvikudag kl. 19.30 - 21.00
allar æfingarnar eru á Ásvöllum.
Minni líka á körfuboltabúðirnar - það hafa allir gott að því að fara á aukaæfingar.
kveðja,
Ívar
Körfuboltabúðir
Körfuboltabúðir Hauka
Körfuknattleiksleiksdeild Hauka mun verða með
körfuboltabúðir fyrir krakka í 1.-10. bekk núna í dymbilvikunni.
Körfuboltabúðirnar verða með svipuðu sniði og verið hefur þar sem áherslan er
lögð á bolta- og skotæfingar.
Yfirþjálfari búðanna verður Pétur Ingvarsson fyrrum
þjálfari mfl. hjá Haukum og Hamri. Honum til aðstoðar verða Ívar Ásgrímsson,
yfirþjálfari yngri flokka og leikmenn mfl. Hauka verða á staðnum til að
leiðbeina og kenna.
· Er fyrir alla krakka, stelpur og stráka
í 1. – 10. bekk
· Þrír dagar, mánudagur til
miðvikudags (25. – 27. mars)
· Frá kl. 12:00 – 15:00
· Allir fá páskaegg í lokin
· Verð kr. 3.000
· Skráning verður við mætingu á
mánudaginn
Thursday, March 21, 2013
Tuesday, March 19, 2013
Fundur vegna Scania Cup, 21.mars kl. 19:30
Nú fer að styttast í ferðina og því er þarft að hittast og fara yfir
skipulagið.
Fundur kl. 19.30 á Ásvöllum á fimmtudaginn 21. Farið verður yfir hvað á að
taka með í ferðina og ákveðum um gjaldeyri og annað.
kveðja,
Ívar
Friday, March 8, 2013
Frí á æfingu í kvöld, föstudag - æfingar um helgina
Frí verður á æfingu í kvöld í Bjarkarhúsinu en það verða æfingar á laugardeginum og sunnudeginum Æfingin á laugardag er kl. 16.00 - 17.00 á Ásvöllum og á sunnudag á Ásvöllum kl. 13.00 - 14.00. Ég er með leik hjá mfl. á föstudag og hefði ekki komist en kemst á báðar æfingarnar um helgina.
kveðja,
Ívar
kveðja,
Ívar
Sunday, March 3, 2013
Monday, February 25, 2013
Æfingar fyrir bikarleik
Til hamingju strákar með góðan árangur um helgina og að vera kominn upp í A riðilinn.
Það verður æfing á morgun, mánudag, kl. 15.30 - 17.00 á Ásvöllum og á þriðjudaginn munum við síðan vera með æfingu í Hraunvallaskóla kl. 18 - 19.
bikarleikurinn er síðan á miðvikudag en á undan er leikur hjá 10 flokki stúlkna í bikar og við mætum auðvitað á hann og hitum upp með að styðja stelpurnar til sigurs.
kveðja,
Ívar
Það verður æfing á morgun, mánudag, kl. 15.30 - 17.00 á Ásvöllum og á þriðjudaginn munum við síðan vera með æfingu í Hraunvallaskóla kl. 18 - 19.
bikarleikurinn er síðan á miðvikudag en á undan er leikur hjá 10 flokki stúlkna í bikar og við mætum auðvitað á hann og hitum upp með að styðja stelpurnar til sigurs.
kveðja,
Ívar
Friday, February 22, 2013
Wednesday, February 20, 2013
Íslandsmót á Ásvöllum 23.-24. febrúar
Leikir Hauka um helgina
Laugardagur 23.2
kl. 12:00 Haukar - Keflavík
kl. 14:30 Haukar - Fjölnir
Sunnudagur 24.2
kl. 13:00 Haukar - Tindastóll
kl. 15:30 Haukar - Stjarnan
Laugardagur 23.2
kl. 12:00 Haukar - Keflavík
kl. 14:30 Haukar - Fjölnir
Sunnudagur 24.2
kl. 13:00 Haukar - Tindastóll
kl. 15:30 Haukar - Stjarnan
Tuesday, February 19, 2013
Æfing á miðvikudag verður kl. 21.00 - 22.00
Það verður æfing hjá 9 flokki á miðvikudaginn kl. 21.00 - 22.00, strax á eftir leik hjá mfl. kvenna. á Ásvöllum
kveðja,
Ívar
kveðja,
Ívar
Monday, February 18, 2013
Breytingar á æfingum og æfingatíma
Æfingar munu breytast hjá okkur aðeins núna næstu vikur. Er það gert til þess að við getum undirbúið okkur betur undir næstu fjölliðamót og Scania mótið. Við höfum átt í smá vandræðum með að ná í 10 á öllum æfingum og því var ákveðið að láta 9 og 10 flokk æfa aðeins saman. Við spiluðum æfingaleik við þá á laugardaginn og þeir eru alveg jafnfætis þeim og því ætti þetta að hjálpa þeim að verða betri leikmenn. það hafa nokkrir verið að æfa með þessum strákum í 10 og það hefur gengið mjög vel. Annar stór plús er að við æfum þá meira á Ásvöllum en ekki í Hraunvallaskóla.
Það er æfing í dag kl. 15.30 á Ásvöllum
Æfingar í vikunni:
Mánudagar kl. 15.30 - 16.20 Ásvellir
Miðvikudagar kl. 19.30 - 20.30 Ásvellir
Fimmtudaga kl. 17.00 - 18.00 Bjarkarhús
Föstudaga kl. 19.00 - 20.30 Bjarkarhús
Laugardaga kl. 16.00 - 17.00 Ásvellir
Sunnudaga kl. 13.00 - 14.00 Ásvellir
lyftingar eru á sama tíma og verið hefur og þá með 10 flokki.
Þetta eru margar æfingar en æfingar um helgar detta mjög oft út og því er mikilvægt að mæta á hinar. Ég og Pétur Ingvars munum sjá um þessar æfingar og við munum reyna að vera tveir á flestum æfingum. Nú munu líka föstudagsæfingar ekki detta út þar sem Pétur mun sjá um þær þegar ég er með leik hjá mfl. karla. 10 flokkur er að spila sama kerfi og við og við Pétur höfum starfað mikið saman og erum nokkuð samstíga í hvaða leiðir við viljum fara og því er þetta lítið mál fyrir alla aðila.
Friday, February 8, 2013
Næsta æfing á sunnudaginn kl. 12.30
Æfingin á sunnudag byrjar kl. 12.30 - 14.00 á Ásvöllum
kveðja,
Ívar
kveðja,
Ívar
Wednesday, February 6, 2013
Fengum KR í undanúrslitum bikars - heima
Við fengum heimaleik á móti KR í undanúrslitum bikars. Frábært tækifæri hjá okkur til að sýna hvað við getum á móti Íslandsmeisturunum. Ekki er búið að setja leikinn á.
kveðja,
Ívar
kveðja,
Ívar
Tuesday, February 5, 2013
Foreldrafundur á fimmtudaginn vegna Scania
Foreldrafundur verður fimmtudaginn 7. febrúar kl. 20.00 á Ásvöllum. Farið verður yfir Scania mótið, kostnað og annað.
Mjög mikilvægt er að allir foreldrar mæti á fundinn.
kveðja,
Ívar
Mjög mikilvægt er að allir foreldrar mæti á fundinn.
kveðja,
Ívar
Thursday, January 31, 2013
Æfinar um helgina
Æfing á föstudag kl. 19.15 - 20.30 - Bjarkarhús
Æfing á laugardag kl. 14-15.15 Hraunvallaskóli
Æfing á sunnudag fellur niður.
kveðja,
Ívar
Æfing á laugardag kl. 14-15.15 Hraunvallaskóli
Æfing á sunnudag fellur niður.
kveðja,
Ívar
Friday, January 25, 2013
Wednesday, January 23, 2013
Búnir að fá boð á Scania mótið
Var núna rétt í þessu að fá tilkynningu um að okkur sé boðið á Scania mótið og þáði ég það boð. Mótið er um páskana og núna þurfum við að fara að undirbúa ferðina. Ég mun boða á fund í byrjun næstu viku.
kveðja,
Ívar
kveðja,
Ívar
Tuesday, January 22, 2013
æfing í dag og tími á bikarleik
Æfinging í dag er kl. 18-19 í Hraunvallaskóla
Bikarleikurinn á föstudaginn er kl. 19.00
kveðja,
Ívar
Bikarleikurinn á föstudaginn er kl. 19.00
kveðja,
Ívar
Thursday, January 17, 2013
Bikarleikur og æfingar
Æfingar næstu daga:
Föstudagur - Frí
Laugardagur kl. 14.00-15.10 - Hraunvallaskóli
Sunnudagur kl. 13.00-14.00 - Ásvellir
Bikarleikurinn á móti fjölni verður föstudaginn 25. janúar í Rimaskóla.
Kveðja,
Ívar
Föstudagur - Frí
Laugardagur kl. 14.00-15.10 - Hraunvallaskóli
Sunnudagur kl. 13.00-14.00 - Ásvellir
Bikarleikurinn á móti fjölni verður föstudaginn 25. janúar í Rimaskóla.
Kveðja,
Ívar
Tuesday, January 15, 2013
Æfingin er kl. 18-19 í dag í Hraunvallaskóla
Æfingin í Hraunvallskóla verður kl. 18-19 og verður það framvegis.
kveðja,
Ívar
kveðja,
Ívar
Friday, January 11, 2013
Æfingar falla niður í kvöld og sunnudag
Æfing í Bjarkarhúsinu í kvöld fellur niður - Allir að mæta á leik hjá mfl. karla í staðinn. Þeir eru að spila sömu kerfi og þið og því gott að horfa og fylgjast með.
Æfing í sunnudag fellur niður vegna Actavismóts í körfubolta í húsinu.
kveðja,
Ívar
Æfing í sunnudag fellur niður vegna Actavismóts í körfubolta í húsinu.
kveðja,
Ívar
Thursday, January 3, 2013
Æfing í dag, fimmtudaginn 2. jan.
Æfing í dag á Ásvöllum á venjulegum tíma, kl. 15.30.
Kveðja og gleðilegt nýtt ár.
Ívar
Kveðja og gleðilegt nýtt ár.
Ívar
Subscribe to:
Posts (Atom)