Sunday, October 31, 2010

Æfingin á fimmtudaginn fellur niður

Enginn æfing verður nk. fimmtudag vegna handboltaleiks í N1 deild meistarflokks karla.

Íslandsmót seinni dagur

Fyrri leikur dagsins var á móti Breiðabliki. Strákarnir sýndu sínar bestu hliðar í þessum leik og var munurinn kominn upp í 23 stig þegar mest var. Þeir hægðu þó aðeins á sér í lok leiksins, en öruggur sigur engu að síður, 50-36. Allir fengu tækifæri að koma inná í leiknum og þeir sem spila mest öllu jöfnu sátu meira á bekknum þegar að á leið leikinn. Stigaskorið skiptist eftirfarandi: Jökull 12, Anton 11, Magni 6, Eiður 5, Logi 4, Jason 4, Yngvi 4, Siggi 2, Daði 2

Seinni leikurinn var á móti Fjölni, sem var síðasti leikur mótsins og keppni um hvort liðið næði 2 sæti riðilsins. Leikurinn fór vel af stað og leiddu strákarnir eftir fyrsta leikhluta 5-0. Eftir það hrökk allt í baklás og Fjölnir komst í 21-7. Leikurinn endaði síðan með 9 stiga sigri Fjölnismanna eða 39-30. Stigaskorið skiptist eftirfarandi: Anton 8, Daði 6, Jökull 6, Siggi 5, Magni 2, Yngvi 2 og Logi 1.

Við enduðum í 3ja sæti riðilsins með 2 sigra og 2 töp eftir leiki helgarinnar. Margt var gott sem strákarnir gerðu um helgina og einnig margt sem hægt er að bæta. Varnarleikurinn var oftast góður, skiptingar á skrínum og hjálparvörn í góðu lagi, þó er tækifæri að bæta betur að stíga út í varnarfráköstunum. Sóknarleikurinn var stirður á móti Grindavík og Fjölni, en gekk að öðru leyti ágætlega, heilmikil tækifæri er að ná betri tökum á því hvernig við viljum spila sóknirnar okkar.

Takk fyrir fína helgi, sjáumst á æfingu á þriðjudaginn.

Saturday, October 30, 2010

Íslandsmót fyrri dagur

Nú er fyrri degi lokið í fyrsta fjölliðamóti Íslandsmótsins á þessum vetri. Í fyrsta leik mættum við Grindvíkingum og gekk okkur nokkuð brösulega í fyrsta leikhluta. Okkur fór þó að ganga betur þegar á leið og á tímabili leiddum við með 9 stiga mun. Grindvíkingar spiluð þó vel síðasta hluta leiksins og unnu leikinn með 3ja stiga mun 29-26. Heilt yfir var varnarleikurinn nokkuð góður, en sóknin nokkuð stirð. Stigin skiptust eftirfarandi: Anton 8, Jökull 5, Daði 4, Yngvi 3, Siggi 2, Jason 2, Gulli 1 og Logi 1. Vítanýting liðsins var 40%, eða 4 ofan í af 10. Alls fóru 10 inná í leiknum, en auk fyrrgreindra 8 spiluðu Magni og Bjarki líka.

Seinni leikur dagsins var á móti Sindra, aftur fórum við hægt af stað og vorum 5 stigum undir eftir fyrsta leikhluta. Eftir það fór að ganga betur og leiddum við með 1 stigi í hálfleik. Í þriðja leikhluta lögðum við svo grunninn af sigrinum og leiddum með 10 stigum fyrir síðasta leikhlutann. Leikurinn endaði síðan með 15 stiga sigri, eða 34-19. Strákarnir eiga hrós skilið fyrir baráttuna og varnarvinnuna í þessum leik. Í sókninni eigum við meira inni, sem við vonandi náum að kalla fram á morgun. Pétur og Gunnar spiluðu sinn fyrsta leik fyrir Hauka og óskum við þeim til hamingju með það, en þeir eru að byrja æfa körfubolta í fyrsta sinn nú í haust. Allir 15 leikmenn liðsins fengu að koma inná í þessum leik. Stigin skiptust eftirfarandi: Anton 8, Jökull 8, Logi 5, Jason 4, Siggi 3, Daði 2, Gulli 2, og Yngvi 2. Auk þeirra spiluðu Fannar Logi, Eiður, Magni, Pétur, Gunnar, Bjarki og Brynjar.

Á morgun eru síðan 2 hörkuleikir við Breiðablik og Fjölni.

Thursday, October 28, 2010

Fjölliðamót í Rimaskóla Grafarvogi

Núna um helgina tökum við þátt í Íslandsmóti 7. flokks drengja. Drengirnir þurfa að vera mættir og klæddir í keppnisbúninginn kl. 12:30 á laugardaginn í Rimaskóla, sem þýðir að mæta 10-15 mínútum fyrir þann tíma. Alls munu 14 drengir af 17 spila á þessu móti, en hinir 3 munu fá tækifæri síðar, en þessir 14 eru:

Anton
Bjarki Rafn
Brynjar Dagur
Daði
Eiður Andri
Fannar Logi
Guðlaugur
Jason
Jökull
Logi
Magni
Pétur
Sigurður Ægir
Yngvi Freyr

Drengirnir þurfa að taka með sér nesti til að snæða á milli leikja, ávöxt og/eða samloku og svo vatn (eða annan drykk). Ekki er heimilt að taka með sér pening, gosdrykki eða sælgæti.

Mæta þarf með búningana sína með sér, fyrir þá sem ekki eiga búning, þá mun ég verða með búning fyrir þá.

Leikirnir um helgina eru:
Laugardag
- kl. 13 Haukar - Grindavík
- kl. 16 Haukar - Sindri
Sunnudag
- kl. 11 Haukar - Breiðablik
- kl. 13 Haukar - Fjölnir

Foreldrar eru hvattir til að mæta og horfa á. Vanti einhverjum far í Grafarvoginn, ræðið þá við næstu foreldra eða mig.

Einstaklingsæfingar

Minni á einstaklingsæfingarnar á fimmtudögum kl. 15-16, næstu sem fara eru:

28.10 Yngvi og Gulli
4.11 Jökull og Logi
11.11 Pétur og Fannar
18.11 Daði og Eiður
25.11 Jason og Gunnar

Tuesday, October 26, 2010

Vel heppnað skemmtikvöld

Nú er nýlokið vel heppnuðu skemmtikvöldi. Alls voru 15 strákar sem tóku þátt í Playstation og pizzakvöldi 7. flokks drengja. Að lokinni æfingu í Hraunvallaskóla var haldið heim til þjálfarans og fengið sér pizzur að borða. Síðan var sett upp mót í Playstation, þar sem keppt var í körfubolta og fótbolta. Sigurvegari kvöldsins var Brynjar, eftir æsispennandi úrslitaleik við Magna, Siggi lenti í 3ja sæti en tapaði þó engum leik. Það eru komnar inn myndir á myndasíðuna, sjá http://picasaweb.google.com/haukarkarfa9899/

Sunday, October 24, 2010

Playstation og pizza kvöld þriðjudaginn 26. október

Fyrirhugað skemmtikvöld verður nk. þriðjudag að heimili mínu Hörgsholti 35. Skemmtunin hefst strax eftir æfingu á þriðjudaginn eða um kl. 18:30 og lýkur kl. 21:00. Kostnaðurinn við kvöldið verður 500 kr. á hvern dreng og þeir þurfa líka að koma með sína eigin drykki.

Wednesday, October 20, 2010

Breyttur æfingatími sunnudaginn 24 okt

Æfingin 24. október verður í Hraunvallaskóla kl. 14-15, en þann sama dag fara fram 2 körfuboltaleikir fram á Ásvöllum:

17:00 Haukar - UMFN (Meistaraflokkur kvenna)
19:15 Haukar - Grindavík (Meistaraflokkur karla)

Tuesday, October 19, 2010

Playstation og pizza kvöld þriðjudaginn 26. okt

Þriðjudaginn 26. október verður Playstation og pizza kvöld heima hjá mér að Hörgsholti 35. Mæting á skemmtikvöldið er kl. 18:30 eða strax eftir æfinguna sem klárast kl. 18. Skemmtikvöldinu lýkur kl. 20:30. Ég mun setja inn nánari upplýsingar um kostnað og hvað má koma með mér sér þegar að nær dregur.

Sunday, October 17, 2010

Æfingin í dag

5 hressir drengir mættu á æfingu sem var snemma í morgun og stóðu sig vel. 1 lét vita að hann kæmist ekki, hefði kosið að sjá fleiri eða allavega fengið að vita ef einhver kæmist ekki.

Friday, October 15, 2010

Fjölliðamót 30.-31 október

Við hefjum leik í B-riðli sem leikinn verður í Rimaskóla í Grafarvogi, dagskrá helgarinnar samkvæmt heimasíðu KKÍ er eftirfarandi:

Laugardagurinn 30. október
Kl: 13:00 Haukar - Grindavík
Kl: 16:00 Haukar - Sindri

Sunnudagurinn 31. október
Kl. 11:00 Haukar - Breiðablik
Kl. 13:00 Haukar - Fjölnir

Nánari upplýsingar verða þegar nær dregur.

Thursday, October 14, 2010

Breyting á æfingatíma sunnudaginn 17. okt

Æfingin á sunnudaginn 17. október verður kl. 9:30-10:30 á Ásvöllum.

Tuesday, October 12, 2010

Íbúagáttin lokar 15. okt.

Frestur til að staðfesta þátttöku vegna haustannar 2010 (sept. – des.) er til og með 15. október. Gáttin er aðeins opin einu sinni á þessu tímabili.

Með staðfestingu í gegnum Íbúagáttina samþykkir forráðamaður barns að Hafnarfjarðarbær greiði viðkomandi félagi niðurgreiðsluna vegna þátttöku barnsins í námskeiði á vegum félagsins.

Nánari upplýsingar um íþrótta- og tómstundastyrkina eru í Íbúagáttinni, www.hafnarfjordur.is , en einnig hjá Þjónustuveri Hafnarfjarðarbæjar í síma 585-5500 og hjá Íþróttabandalagi Hafnarfjarðar í síma 555-2300.

Einnig er hægt að hringja í íþróttastjóra félagsins og fá nánari upplýsingar s: 525-8702. Minni á að ef viðkomandi staðfestir ekki á tímabilinu 1.-15. október þá kemur greiðsluseðill fyrir upphæðinni á viðkomandi fjölskyldu.

Monday, October 11, 2010

Æfingaleikur miðvikudaginn 13. okt kl. 18:30

Við spilum æfingaleik í Setbergsskóla á miðvikudaginn á móti 7. og 8. flokki stúlkna. Leikurinn hefst kl. 18:30, en strákarnir þurfa að vera tilbúnir þá klæddir í æfingaföt. Spilaður verður leikur í ca. klukkustund og síðan verður stutt æfing eftir leikinn sem lýkur kl. 20. (teygjur o.fl.)

Sunday, October 10, 2010

Haukar - Tindastóll á morgun 11.10 kl. 19:15

Strákarnir fengu 2 miða hver, á leikinn á morgun. Miðarnir eru fyrir foreldra eða aðra aðstandendur sem eru hvattir til að mæta með drengjunum. Strákarnir fá sjálfir alltaf frítt inn á leiki, þannig að miðarnir nýtast fyrir aðra. Drengirnir munu síðan ganga inn á völlinn með meistaraflokksleikmönnunum fyrir leik. Athugið að mæting á leikinn hjá strákunum er kl. 18:45.

Styrktaræfingar

Kristján Ómar styrktarþjálfari Hauka mætti í dag og fór í gegnum æfingar með strákunum. Þessar æfingar munum við gera vikulega á næstunni og strákarnir eru hvattir til að æfa sig líka heima. Mikilvægt er að ná góðum tökum á þessum æfingum og mun það hjálpa strákunum að ná lengra sem íþróttamenn.

Thursday, October 7, 2010

Æfing í kvöld (hún fellur ekki niður)

Æfingin í kvöld fellur ekki niður, eins og áður hefur komið fram á þessari síðu. Ástæðan er sú að handboltaleikurinn sem var á dagskrá í kvöld, var færður yfir á laugardaginn, þar sem hann á að vera í beinni í sjónvarpinu. Æfingin verður því á þeim tíma sem fram kemur í stundatöflunni, eða kl. 19:30 á Ásvöllum.

Wednesday, October 6, 2010

Haukar - Tindastóll 11. okt, 7. fl. ganga inná völlinn með liðinu

Mánudaginn 11. október er fyrsti heimaleikur Hauka í úrvalsdeildinni, en þá kemur Tindastóll í heimsókn. Strákarnir okkar í 7. flokki munu ganga inná völlinn með meistaraflokknum, allir sem eru að æfa með flokknum fá að vera með.

Æfingin fimmtudaginn 7. október fellur niður

Æfingin fimmtudaginn 7. október fellur niður, þar sem að handboltaleikur í N1 deild karla fer fram það kvöldið.

Sunday, October 3, 2010

Fyrirlestrar um næringu íþróttafólks

Næstu þrjá þriðjudaga verða næringafræðingafyrirlestrar Afreksskóla Hauka haldnir á Ásvöllum kl. 20:00. Fyrirlestrarnir eru ca. 40 mínútur og verða opnir öllum Haukafélögum sem hafa áhuga á því að fræðast um næringu íþróttafólks. Fyrsti fyrirlesturinn fer fram þriðjudaginn 5. október. Framsetningin á efninu er þannig að þetta hentar vel krökkum/unglingum á aldrinum 8-15 ára. En auðvitað eru allir velkomnir.