Fyrri leikur dagsins var á móti Breiðabliki. Strákarnir sýndu sínar bestu hliðar í þessum leik og var munurinn kominn upp í 23 stig þegar mest var. Þeir hægðu þó aðeins á sér í lok leiksins, en öruggur sigur engu að síður, 50-36. Allir fengu tækifæri að koma inná í leiknum og þeir sem spila mest öllu jöfnu sátu meira á bekknum þegar að á leið leikinn. Stigaskorið skiptist eftirfarandi: Jökull 12, Anton 11, Magni 6, Eiður 5, Logi 4, Jason 4, Yngvi 4, Siggi 2, Daði 2
Seinni leikurinn var á móti Fjölni, sem var síðasti leikur mótsins og keppni um hvort liðið næði 2 sæti riðilsins. Leikurinn fór vel af stað og leiddu strákarnir eftir fyrsta leikhluta 5-0. Eftir það hrökk allt í baklás og Fjölnir komst í 21-7. Leikurinn endaði síðan með 9 stiga sigri Fjölnismanna eða 39-30. Stigaskorið skiptist eftirfarandi: Anton 8, Daði 6, Jökull 6, Siggi 5, Magni 2, Yngvi 2 og Logi 1.
Við enduðum í 3ja sæti riðilsins með 2 sigra og 2 töp eftir leiki helgarinnar. Margt var gott sem strákarnir gerðu um helgina og einnig margt sem hægt er að bæta. Varnarleikurinn var oftast góður, skiptingar á skrínum og hjálparvörn í góðu lagi, þó er tækifæri að bæta betur að stíga út í varnarfráköstunum. Sóknarleikurinn var stirður á móti Grindavík og Fjölni, en gekk að öðru leyti ágætlega, heilmikil tækifæri er að ná betri tökum á því hvernig við viljum spila sóknirnar okkar.
Takk fyrir fína helgi, sjáumst á æfingu á þriðjudaginn.
Sunday, October 31, 2010
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment