Thursday, October 28, 2010

Fjölliðamót í Rimaskóla Grafarvogi

Núna um helgina tökum við þátt í Íslandsmóti 7. flokks drengja. Drengirnir þurfa að vera mættir og klæddir í keppnisbúninginn kl. 12:30 á laugardaginn í Rimaskóla, sem þýðir að mæta 10-15 mínútum fyrir þann tíma. Alls munu 14 drengir af 17 spila á þessu móti, en hinir 3 munu fá tækifæri síðar, en þessir 14 eru:

Anton
Bjarki Rafn
Brynjar Dagur
Daði
Eiður Andri
Fannar Logi
Guðlaugur
Jason
Jökull
Logi
Magni
Pétur
Sigurður Ægir
Yngvi Freyr

Drengirnir þurfa að taka með sér nesti til að snæða á milli leikja, ávöxt og/eða samloku og svo vatn (eða annan drykk). Ekki er heimilt að taka með sér pening, gosdrykki eða sælgæti.

Mæta þarf með búningana sína með sér, fyrir þá sem ekki eiga búning, þá mun ég verða með búning fyrir þá.

Leikirnir um helgina eru:
Laugardag
- kl. 13 Haukar - Grindavík
- kl. 16 Haukar - Sindri
Sunnudag
- kl. 11 Haukar - Breiðablik
- kl. 13 Haukar - Fjölnir

Foreldrar eru hvattir til að mæta og horfa á. Vanti einhverjum far í Grafarvoginn, ræðið þá við næstu foreldra eða mig.

No comments:

Post a Comment