Tuesday, October 26, 2010

Vel heppnað skemmtikvöld

Nú er nýlokið vel heppnuðu skemmtikvöldi. Alls voru 15 strákar sem tóku þátt í Playstation og pizzakvöldi 7. flokks drengja. Að lokinni æfingu í Hraunvallaskóla var haldið heim til þjálfarans og fengið sér pizzur að borða. Síðan var sett upp mót í Playstation, þar sem keppt var í körfubolta og fótbolta. Sigurvegari kvöldsins var Brynjar, eftir æsispennandi úrslitaleik við Magna, Siggi lenti í 3ja sæti en tapaði þó engum leik. Það eru komnar inn myndir á myndasíðuna, sjá http://picasaweb.google.com/haukarkarfa9899/

No comments:

Post a Comment