Saturday, October 30, 2010

Íslandsmót fyrri dagur

Nú er fyrri degi lokið í fyrsta fjölliðamóti Íslandsmótsins á þessum vetri. Í fyrsta leik mættum við Grindvíkingum og gekk okkur nokkuð brösulega í fyrsta leikhluta. Okkur fór þó að ganga betur þegar á leið og á tímabili leiddum við með 9 stiga mun. Grindvíkingar spiluð þó vel síðasta hluta leiksins og unnu leikinn með 3ja stiga mun 29-26. Heilt yfir var varnarleikurinn nokkuð góður, en sóknin nokkuð stirð. Stigin skiptust eftirfarandi: Anton 8, Jökull 5, Daði 4, Yngvi 3, Siggi 2, Jason 2, Gulli 1 og Logi 1. Vítanýting liðsins var 40%, eða 4 ofan í af 10. Alls fóru 10 inná í leiknum, en auk fyrrgreindra 8 spiluðu Magni og Bjarki líka.

Seinni leikur dagsins var á móti Sindra, aftur fórum við hægt af stað og vorum 5 stigum undir eftir fyrsta leikhluta. Eftir það fór að ganga betur og leiddum við með 1 stigi í hálfleik. Í þriðja leikhluta lögðum við svo grunninn af sigrinum og leiddum með 10 stigum fyrir síðasta leikhlutann. Leikurinn endaði síðan með 15 stiga sigri, eða 34-19. Strákarnir eiga hrós skilið fyrir baráttuna og varnarvinnuna í þessum leik. Í sókninni eigum við meira inni, sem við vonandi náum að kalla fram á morgun. Pétur og Gunnar spiluðu sinn fyrsta leik fyrir Hauka og óskum við þeim til hamingju með það, en þeir eru að byrja æfa körfubolta í fyrsta sinn nú í haust. Allir 15 leikmenn liðsins fengu að koma inná í þessum leik. Stigin skiptust eftirfarandi: Anton 8, Jökull 8, Logi 5, Jason 4, Siggi 3, Daði 2, Gulli 2, og Yngvi 2. Auk þeirra spiluðu Fannar Logi, Eiður, Magni, Pétur, Gunnar, Bjarki og Brynjar.

Á morgun eru síðan 2 hörkuleikir við Breiðablik og Fjölni.

No comments:

Post a Comment